Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 252
250
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Vesturlandi, og tæki til afstöðu Þorgils til héraðsmála þar um slóðir. En hvernig
sem því er farið; er Jóreiður hefur spurt átta spurninga og fengið svör við þeim,
lýkur draumnum svo að Guðrún fer með vísu sem felur í sér skipun um að
Jóreiður láti Þorvarð vita hvað fyrir hana hefur borið, og kveður með eftir-
farandi orðum: „Nú hefir þetta þrisvar borið fyrir þig enda verður þrisvar allt
forðum. Það er og eigi síður að góð er guðs þrenning." Þar með er hin kristi-
lega umgjörð draumaþrenndarinnar öll komin. I ofanálag hefur Jóreiður nú
lagt 16 spurningar fyrir Guðrúnu (5+3+8), þ.e. eina fyrir hvert ár ævi sinnar en
tölur gegndu einatt mikilvægu hlutverki í byggingu miðaldaverka; talan 5 sem
markar formgerð fyrsta draumsins táknaði t.d. gjarnan réttlæti og kemur það
vel heim við efni hans.32
Fjórði draumur Jóreiðar, haustdraumurinn, er nokkurs konar eftirmál sem
endurspegla hugmynd miðaldamanna um ius talionis þ.e.a.s. í þessu tilviki að
menn kalli yfir sig annars heims þá glæpi er þeir frömdu á öðrum héðra.
Jóreiður sér nú draumkonu sína ríða austan fyrir hlaðið í Miðjumdal með
mann bundinn í tagl hestinum. Þegar Jóreiður spyr hver sé svo hart leikinn,
svarar konan að það sé Eyjólfur Þorsteinsson. „Skal eg nú launa honum,“ sagði
hún, „er hann dró Hall Gissurarson um klakann á Flugumýri." Þetta tilsvar
hefur ekki síst orðið til þess að menn hafa talið að Jóreiðardraumar væru ekki
eftir Sturla Þórðarson. Litið hefur verið svo á að þarna kæmi fram önnur úgáfa
af frásögninni um víg Halls á Flugumýri en fyrr í sögunni er því lýst svo, að
Einar Þorgrímsson hafi höggvið Hall banasár í höfuðið er hann kom hlaupandi
út úr hinum syðri dyrum, en annar maður hafi höggvið á hægri fót hans fyrir
neðan hné. Því næst hafi Þórólfur munkur frá Þverá skotið undir hann gæru og
kippt honum á gærunni til kirkju og komið honum inn í kirkjuna þar sem hann
andaðist er orðið var hálfljóst af degi. Ákveðinn kjarni er samur í báðum
frásögnunum, þ.e. að Hallur er dreginn um völlinn á Flugumýri. Mér er skapi
næst að halda, og ég ætla að láta þá hugmynd flakka hér, að einhvern tíma hafi
einn stafur fallið brott úr handriti í Jóreiðardraumum. Ef þar hefði staðið, „Skal
eg nú launa honum, er hann Þ. [þ.e.a.s. Þórólfur] dró Hall Gissurarson um
klakann á Flugumýri" félli allt í ljúfa löð; með því að kvelja forsprakka
brennumanna dauðan væri draumkonan aðeins að hefna vígsins á Halli og
hinstu stunda hans, er hann var dreginn dauðvona undan fjendum sínum. En
auðvitað má maður ekki yrkja upp handritin á þennan hátt, ekki einu sinni þó
að það muni bara einum staf að Sturla hafi ort Jóreiðardrauma!
Jóreiðardraumum lýkur svo að draumkonan hleypir hestinum út og suður
eftir túninu í Miðjumdal og kveður eftirfarandi vísu: „Þá var betra / er fyr
baugum réð / Brandr hinn örvi / og bur skata. / En nú er fyrir löndum / og
lengi mun / Hákon konungr / og hans synir.“ Ymsum hefur þótt þessi vísa
vitna um að Jóreiðardraumar væru seinni tíma viðbót við Islendingasögu, ekki
síst af því að Jóreiði dreymir drauma sína árið 1255 en Hákon eða réttar
„synir“ hans ná ekki fullum völdum yfir Islandi fyrr en 1264.33 I orðalaginu
„nú er fyrir löndum“ þarf þó ekki að felast annað en ísmeygileg skírkotun til