Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 68

Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 68
66 Halldór Guðmundsson staður sem á sér ekkert upphafsorð, og lokaorðin hafa ekki verið sögð. Eðlilega finnur Bakhtin ýmsa fyrirrennara skáldsöguvitundar í klassískum bók- menntum, allt frá samræðulist Sókratesar til menipeísku satírunnar (í seinni tíð hefur fjölskrúðugt dæmasafn hans úr samanlögðum heimsbókmenntunum sætt nokkurri gagnrýni). Hann leggur ennfremur mikla áherslu á sambandið við hláturmenningu, og nefnir í því sambandi þýðingu munnmæla og þjóðfræða- efnis fyrir tilurð skáldsögunnar á evrópskum síðmiðöldum. En við skulum ekki fara lengra út í það, heldur velta fyrir okkur afleiðingum þess mismunar sem hér hefur verið rakinn fyrir sagnaformið. Bygging söguljóða getur verið mjög lausleg, vegna þess að allir tilheyrendur vita hvernig sagan var, hvernig fór, og því geta þau byrjað hvar sem er og endað hvar sem er. Það er enginn áhugi á fléttu. Skáldsagan aftur á móti bætir sér upp hversu opið inntakið er (sem alveg má skilja í vatnsveitumerkingu) með flókinni fléttu, gerir út á takmörkun vitneskju hjá hetju og lesanda. Samtímaleiki skáldsagna er líka slíkur að fyrir tilstilli þeirra er hægt að hugsa sér fólk sem lifir í heimi rómana, hefur brenglast af skáldsagnalestri. Og svo opin er skáldsagan að hún getur rúmað ljóð og leikna kafla. Loks er höfuðmunur á þeirri mynd sem söguljóðið og skáldsagan gefa af einstaklingnum. I söguljóðinu er ekkert bil milli sýndar og reyndar, allt birtist í örlögum persónanna, en í skáldsögunni er hetjan komin á hið opna og ófull- komna svið samtímans. Kannski er það sem Bakhtin segir um hetjur í skáld- sögum ein besta ábending hans: Þær falla aldrei algerlega saman við örlög sín. Hetjan er annað hvort stærri en örlögin, eða hlutskipti hennar er stærra en hún sjálf. Það er ávallt einhver gjá þarna á milli, kröfur sem ekki eru uppfylltar eða óskir sem rætast ekki. Einstaklingur gengur aldrei einsog reikningsdæmi upp í félagslegri eða sögulegri stærð, ber þannig ávallt einhverja framtíð í sér, og það viðhorf litar skáldsöguna. í henni er staðfest djúp milli innra lífs einstaklingsins og ytri framgöngu, milli þess sem einstaklingurinn er með sjálfum sér og þess sem hann er í augum annarra. Sú gjá var ekki til í hetjukviðum. Ian Watt bendir þessu til viðbótar á ýmislegt sem fram kemur eftir því sem skáldsagan festist í sessi á Englandi á 18. öld, og tengist áherslunni á einstakling- inn og reynslu hans. Hún gat birst með ólíku móti, allt frá því að notkun sam- tímalegra eiginnafna varð áberandi í sögum, og til þess að um svipað leyti fékk orðið órígínal nýja merkingu: Frá því að merkja upprunalegur eða til frá önd- verðu fer það að merkja sjálfstæður, án fyrirmyndar. Nú hafði hversdagslífið loks fengið þýðingu í listum, og reyndar vinna og efnahagslegt líf einnig. Þessu fylgdi nákvæmari umhverfislýsingar, minna málskrúð í stíl og aukin söguleg vitund, enda gat skáldsagan byggt orsakaskýringar sínar á hugmyndinni um sjálfsvitund einstaklingsins og þróun hennar.7 Látum þessi atriði nægja um muninn á skáldsögu og söguljóði og spyrjum okkur aftur um stöðu Islendingasagna með tilliti til þessa. Við sjáum strax að í sumu minna þær á epos, í öðru á skáldsögur. Vissulega er söguefnið sótt í epíska fortíð landnemanna, af landnáminu verður þegar fjöldi sagna. En fjarlægðin er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.