Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 187
Er Halldór Laxness höfundur Fóstbrœðrasögu ?
185
ímynd af höfundi sem hefur yfir sér svip heimssmiðsins, hann heldur um alla
þræði og togar í þá eftir þörfum [...]“28 I ljósi höfundargildisins býr þessi
ímynd höfundarins yfir sannleika um afrek skáldsins Halldórs Laxness, afrek
sem Gerpla er sér alveg meðvituð um og vísar til með titli smum. „Gerpla" er
ekki aðeins írónískt orð um blekkingu hetjuímyndarinnar, né heldur bara vísun
á þá gerplu sem Þormóður segist ekki geta flutt konungi í sögulok því hann
komi henni ekki lengur fyrir sig. „Gerpla" vísar einnig til þess að andstætt Þor-
móði þá hefur Halldór Laxness komið verkinu fyrir sig, kveðið sinn hetjuóð.
Hann er sá skapari sem náð hefur tökum á hinum forna og þögla heimi og
fengið hann til að tala á ný, gefið honum nýtt mál. Höfundurinn sem víkingur
tungumálsins.
En þessi víkingur er líka blekkingameistari, og þótt hann rjúfi veruleika-
líkingu sína með því að hleypa okkur inn í búningsklefann, þá er mál hans sem
fyrr segir einn blekkingavefur. Textatengsl þessa vefs við fornmálið og Islend-
ingasögurnar eru margbreytileg. Stundum þýðir hann „orðrétt", þ.e. endur-
tekur „frumtexta" líkt og Pierre Menard, en hann fjarlægist líka hin eldri verk
með frásögnum sem hvergi er að finna þar. Og þrátt fyrir hið (forn)íslenska mál
erum við stundum stödd í málheimi sem virðist eiga lítt skylt við heim
Islendingasagna. Það á til dæmis við um þá efnisgrein sem Laxness hefur sjálfur
tilfært sem eftirlæti sitt.29 Hún er í þeim hluta sögunnar sem segir af dvöl Þor-
móðs með eskimóum og sýnir vel mótsagnakennda þrá höfundar sem er tál-
dreginn af málarfi fornsagnanna en kýs jafnframt að fara með hann annað og
skapa úr honum „nýja klassík", sem hér er í senn laxnesk og hómersk um leið
og hún er íslensk:
Nú líður af þessi vetur sem aðrir er eigi vóru skemri, og tekur brestum að slá í
nóttina, og þefvísir menn segja tíðendi, að þá andaði móðir sjóskepnunnar þey að
landi úr hinum firstum höfum þar sem hún á soðníngarstað. Og nær sól ekur sínum
björtum himinhundum sunnan jökulinn, og túnglbóndinn, vörður lágnættis, er sofa
genginn, þá vekja menn hunda sína jarðneska og bursta af meiðum snjó, og fara að
vitja þeirra gjafa er kona hin einhenda hefur upp látnar á ísskörina. (379)
Þetta er epísk veröld, en þó hvorki heimur íslendingasagna né heimur okkar.
Hún bendir að vísu til beggja átta en er blekkingarvefur sem spunninn er í
tómið á milli tveggja heima. Það er ekki síst að þessu leyti sem Gerpla er bók
um tungumálið og skáldskapinn um leið og hún er grótesk mannfræðileg
könnun á heimi Islendingasagna og sambandi okkar við hann.
Skáldskapurinn er það samskiptasvið sem einna helst kemst upp með að
viðurkenna að tungumálið sé blekkingvefur, upp-spuni, sem samt leiðir til
merkingar. Merkingar sem við ímyndum okkur að vaki yfir okkur og allt í
kring, en er raunar ævinlega til okkar komin úr öðrum stað, frá öðrum tíma.
Þegar íslendingar segja fornbókmenntir sínar vera meginstoð í þjóðarvitund-
inni og jafnvel tilvistargrundvöll íslenskrar menningar eru þeir að vísa til