Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 251
„Hvorki er eg fjölkunnig né vísindakona
249
stagli í vondum stað fyrir dýrkun heiðinna goða, rúnaristur og fjölkynngi
ýmsa, en Steinólfur kveljist með honum af því að hann var með Oddi bróður
sínum er hann sótti bannsunginn heim á Fagranes Heinrek biskup og hafði
hann á brott með sér nauðugan til Flugumýrar. Þess er skemmst að minnast að
biskup lenti í orðaskaki við Hvofta-Kol er Oddur og menn hans komu á
Fagranes og sagði þá m.a.: „það harma eg ... að sál þín skal brenna í helvíti og
viltu það, því er verr.“ (658) Lýsingin á Steinólfi í vísunni á máski að sýna að
örlög manna Odds hafi ekki orðið fjarri ætlan biskups.
Milli annars og þriðja draums Jóreiðar er þess getið að fall Eyjólfs hafi
spurst suður og önnur tíðindi sem orðið höfðu nyrðra. Ekki er nú sagt hvað
langt líður milli draumanna en hins vegar er draumkonunni og hestinum lýst
líkt og í fyrsta draumnum. Er lýsingin áþekk hinni fyrri, hesturinn er enn grár
og konan „mikilúðleg“ en hún er nú í „blám“ klæðum en eins og kunnugt er
merkir blár í langflestum tilvikum „hrafnsvartur" í fornum sögum, sbr. að hálf
er Hel blá hjá Snorra.30
Þessi draumur er mjög formfastur rétt eins og hinn fyrsti þó með öðrum
hætti sé. í honum skiptast reglubundið á samræður Jóreiðar og draum-
konunnar í lausu máli og vísur sem draumkonan kveður. Nú bregður svo við
að draumkonan kastar fram fyrstu spurningunni: „Hví spurðir þú mig engis og
eigi að nafni?" Jóreiður kveðst hafa óttast hana en spyr hana nafns, fær að vita
það og segir undrandi: „Hví fara heiðnir menn hér?“ Guðrún svarar þá „Öngu
skal þig það skipta ... hvort eg em kristin eða heiðin en vinur em eg vinar
míns.“ Mætti af svarinu ráða að Guðrún væri kristin, þó í því felist sennilega
fyrst og fremst hugmyndin um það að litlu skipti átrúnaður þess sem opinbera
skal mönnum sannindi í draumi. Þessu næst spyr Jóreiður um Gissur
Þorvaldsson og hlýtur svar í bundnu máli; í fyrri hluta vísunnar er m.a. vikið að
sárri reynslu Gissurar í Flugumýrarbrennu, en síðari hlutinn er ósk draum-
konunnar um að „... að óskum / öðlings syni / öll ævi sín / eftir gengi.“ Er
Jóreiður innir eftir, hvað þá verði, segir Guðrún Gjúkadóttir að þá muni Gissur
ráða íslandi „til aldurslita.“ Því næst spyr Jóreiður Guðrúnu um hvaða álit hún
hafi á nokkrum höfðingjaefnum, þ.e.a.s. Þorvarði Þórarinssyni, Hrafni
Oddssyni og Þorgilsi skarða, og gefur Guðrún hverjum þeirra einkunn í lausu
máli með líkingu við fugla. „Allir þykja mér þeir góðir fuglar er hátt fljúga“,
segir hún um Þorvarð Þórarinsson, og kann flughæðin að vísa til nálægðar við
himin og kristileika Þorvarðar; um Hrafn segir hún „Leiðir eru mér allir svartir
fuglar“ og er þá naumast bara orðaleikur á ferð heldur er svart eins og áður er
nefnt litur syndarinnar. Loks segir Guðrún um Þorgils skarða: „Illir þykja mér
allir þeir fuglar er í sitt hreiður skíta.“
Kristján Eldjárn segir í textaskýringum sínum við Sturlungu að með þessu sé
„sennilega sneitt að Þorgilsi fyrir starf hans á Islandi í þágu konungs eða þá
sviksemi hans gagnvart Gissuri, er hann gekk úr bandalagi við hann og og unni
honum ekki Skagafjarðar."31 Mér þætti freistandi að ímynda mér, ef Dalamaður
stýrir hér penna, að líkingin um hreiðrið ætti við Sturlunga og veldi þeirra á