Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 269
Ég var sjónarvottur! Hvað gerðist?
267
unni um hvað það er að vita. í málvísindum er, svo dæmi sé nefnt, gerður
greinarmunur á mörgum tegundum vitneskju, allt frá upplýsingum á borð við
að „Snorri Sturluson dó árið 1241“ (sem hefur rökfræðilegt sannleiksgildi og
verður ekki á móti borið) yfir í hugtakabundnari vitneskju á borð við „Fall
þjóðveldisins stafaði af uppsöfnun valds á hendur fárra höfðingja" (sem hefur
boðskiptalegt sannleiksgildi, sem alltaf má bera á móti). Skoða má sögur út frá
því hvernig söguhöfundur skiptir vitneskju milli persóna, hvernig sögumaður
getur til dæmis vitað meira um meginatburðina, sem sagt er frá, en sumar
(hinna) persónanna.2
Ef reyna á að halda greinarmuninum á sagnfræðilegri frásögn og skáldlegri
til streitu, þá hlýtur umfram allt að vera um mun í sjálfstæði skýringarferla að
ræða: sagnfræðin skýrir á grundvelli lögmála, sem heimspekilega svarar til þess
að skýra, en varðandi skáldskap er byggt á því að búa í söguþráð (fr. mise-en-
intrigue, sbr. hugtak Aristótelesar, mythos eða saga), sem svarar til hugtaksins
að skilja.
Annar munur tengist sjálfstæði þessara tveggja umræddu þátta. Sagn-
fræðiritun vísar til grundvallandi atriða eða ópersónulegra áhrifsvalda á borð
við þjóðir, samfélög, siðmenningu, stéttir, hugmyndaheim og svo framvegis.
Skáldskapur varðar aftur á móti atriði á hærra sviði, svo sem þekkjanlega ein-
staklinga eða áhrifsvalda. Þessi munur felur raunar í sér frekari röksemdir gegn
orðum Aristótelesar um að sagnfræðin fjalli um hið einstaka og skáldskapurinn
um hið almenna, enda þyrfti, ef þau stæðust, að gera grein fyrir í hvaða skiln-
ingi stofnanir eða samfélög ættu að teljast „einstakari" en einstaklingar.
Sannleikur og veruleiki
Ef taka á táknfræðilegar frumforsendur alvarlega, eins og þær voru dregnar upp
hér að framan, verður afleiðingin sú að viss táknunarstarfsemi þröngvar sér
milli mannlegrar skynjunar og hugmynda annars vegar og veruleikans hins
vegar. Sem fyrr segir hefur það verið vandamál í hefðbundinni umsagnar-
rökfræði (predikatslogik) og í þeim bókmenntakenningum sem byggja á
eftirlíkingarkenningu Aristótelesar að bókmenntirnar hafa verið taldar leiddar
af veruleika sem þær séu endurkast af.3 Og spurningin um stöðu og hlutverk
bókmenntanna í veruleikanum hefur verið skalli þessara kenninga.
Skáldskapur fjallar ekki um staðreyndir, og bókmenntirnar spegla ekki
heldur veruleikann; skáldskapur er einn birtingarháttur þess sem er. Meira að
segja hugtakatvenndin eðli og birtingarháttur gefur tilefni til að ætla að hið
fyrra sé hinu seinna fremra, en að því verður vikið síðar. Það sem er, þekkjum
við aðeins þegar það birtist og í gegnum birtingarhátt þess. I sama skilningi eru
bókmenntirnar hluti af veruleikanum, og sem dæmi má nefna að þannig er
réttara að líta á fornsögurnar sem hluta af „fornsagnasamfélaginu“ en sem af-
leidda, annars stigs stærð sem veiti aðgang að stærri veruleika. Þessi sjónar-