Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 167
Þögnin mikla
165
Eins og Ker leggur Schlauch íslendingasögurnar og raunsæisskáldsögur að
jöfnu. Athyglisvert er þó að það sem Schlauch virtist nær óhugsandi í byrjun
fjórða áratugarins, þ.e. að yfirnáttúrleg fyrirbæri gætu komið fyrir í alvarlegum
skáldsögum um nútímaþjóðfélag, þykir sjálfsagt í skáldverkum nú til dags.
En spurningunni er þó enn ósvarað.
Ein skýring hefur reynst afarvinsæl. Hana mætti nefna „dómgreindar-
lömunar-kenninguna“. Hún hljómar svo í útgáfu Stefáns Einarssonar:
Víkingarnir, sem áður höfðu verið heimshornamenn, voru nú til fulls sestir, ekki í
helgan stein, heldur í moldarkofa sína, og sem heimdragar urðu þeir að láta sér nægja
drauminn. Þeir voru sólgnari en nokkru sinni í mikil tíðindi frá öðrum löndum, en
dómgreind þeirra var lömuð, svo að þeir gátu látið ímyndunarafl sitt leika frjálst við
búta, drumba og efnivið, sem flóð hinna útlendu sagna bar á fjörur þeirra. Þeir
sköpuðu ekki góðar bókmenntir úr þessu rómantíska efni, en þeir héldu áhuga sínum
á lestri og bókagerð og jafnvel viti sínu með því að forða sér í óskaheim og drauma
frá hinum ógurlega veruleika.34
Hér kemur tvennt skemmtilega fram: erlendu sögurnar höfðu lamandi áhrif á
dómgreind fólksins og gátu þar með spillt bókmenntahefð þess, en um leið
hjálpuðu þær því til að gleyma hvað það átti bágt, sannkallað „ópíum fólksins“.
Jan de Vries tekur í sama streng:
In der dunklen Nacht, die sich úber Island gesenkt hatte, fand der Bauer in der
trostlosen Einförmigkeit seines Daseins einen Trost in der Lektúre solcher
kindischen Phantasien, in denen ihm die unmöglichsten Abenteuer vorgegaukelt
wurden, und die Beschreibung der von Gold und Edelsteinen strotzenden Paláste,
Waffen und Kleider lie£ ihn seine Armut einen Augenblick vergessen.55
Kenning þessi heldur enn velli, en þó gætir nú e.t.v. ögn meira umburðarlyndis
í garð þessara sagna; í nýútkominni bók Jónasar Kristjánssonar Eddas and
Sagas má lesa eftirfarandi:
People nowadays set little store by these home made tales of chivalry. They suffer in
comparison with other works and are overshadowed by the classical sagas. Never-
theless they have their qualities and deserve more respect and study than they have
had. The threads of their material often lead us out into the wide world, and they
were the chief original contribution to prose literature made by Icelanders in the late
middle ages. They delighted many generations, both in their everyday garb of prose
and in their Sunday best in the rímur. popular literature that really belonged to the
people. To the Icelanders in their poverty they revealed remote dream worlds where
pleasure and plenty reigned.5í>