Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 143
Göngu-Hrólfur á galeiðunni
141
13 Sama stað.
14 Hér tek ég lauslega mið af þrískiptingu Ricoeurs á sjálfu frásagnarverkinu, sem er miðstigið
í mimesis-hring hans. Fléttun frásagnar miðlar á milli fyrirfram- og eftirskilnings á tíman-
leika mannlegra athafna, á þrjá vegu. Hún miðlar á milli stakra atburða og frásagnarinnar
sem heildar. Hún leiðir saman misleit öfl, eins og fulltrúa ólíkra sjónarmiða og hagsmuna,
aðstæður, takmörk, aðferðir og óvænta atburði. Þetta eru þættir sem drepa á dreif hinu línu-
laga frásagnarferli. í þriðja lagi er fléttan eining margbreytninnar, annarsvegar sem krónó-
lógísk röð atburða og hins vegar sem samþjöppuð og upphugsuð heild, þar sem tilfinning
fyrir endinum er í raun alltaf til staðar. Tvö síðartöldu atriðin eru skyld þeim atriðum sem
hér er fjallað um. Þetta skerpir skilninginn á því á hve margbrotinn hátt frásagnir geta tengst
samtíma sínum.
15 Hér er á nokkrum stöðum drepið á líkindi með Grettlu og Göngu-Hrólfs sögu, einkum
varðandi hin meðvituðu skáldskapareinkenni og afstöðu sögumanns. Mig langar hálfpartinn
til að leggja inn pöntun hjá handritafræðingum, biðja þá að sanna nú fyrir mig að höfundar
sagnanna hafi a.m.k. verið skyldir!
16 Göngu-Hrólfs saga, bls. 173.
17 Halldór Laxness: Upphaf mannúðarstefnu, Reykjavik 1965, bls. 74,
18 Sjá Sturlaugs sögu starfsama, útg. Guðna Jónssonar, III bindi, bls. 120.
19 Einhver nefndi það við mig að þessi hugmynd hafi sést áður. Það má vel vera, en þá er hún
smám saman að verða að klisju!
20 Göngu-Hrólfs saga, bls. 245-6.
21 Göngu-Hrólfs saga, bls. 184. Afstaðan í þessari setningu minnir á afstöðuna í svipaðri
setningu í Grettlu, þegar ofmetnaður Grettis var að hlaupa með hann í gönur á Hrúta-
fjarðarhálsi: „Grettir sagði, að frjálsmannlegra væri nú að höggva sem stærst heldur en
berjast með stöfum sem förumenn." (30. kap.) Hér er á ferðinni sama háð gagnvart her-
mennskutilburðum og í Göngu-Hrólfs sögu.
22 Göngu-Hrólfs saga, bls. 190.
23 Sjá áðurnefnda grein Guðrúnar Bjartmarsdóttur.
24 Sú lýsing er reyndar tekin nærri óbreytt úr Karlamagnús sögu. Það er til vitnis um
blygðunarlaust frjálslyndi höfundar.
25 Saga íslands II, ritstjóri Sigurður Líndal, Reykjavík 1975, bls. 148.
26 Aftur má minna á Bakhtin, að þessu sinni eitt mikilvægasta hugtak hans, díalógismann, það
er skýrt í The Dialogic Imagination, bls. 426.
27 Sbr. grein Helgu Kress, „Bróklindi Falgeirs", í Skírni, 161. ár, haust 1987, bls. 271-286.
28 Benedikt Gröndal: Ritsafn III, bls. 319, Gils Guðmundsson sá um útgáfuna, Reykjavík
1950.
29 Göngu-Hrólfs saga, bls. 280.