Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 246
244
Bergljót S. Kristjánsdóttir
sé. Við getum m.ö.o. ekki horft fram hjá því að um er að ræða tiltekna sálræna
reynslu sem er sjáandanum lifandi veruleiki, að vísu ekki áþreifanlegur veru-
leiki en þó „sannur" í huglægni sinni. Nokkur tilvik eru enn kunn um falsanir
á leiðslum en fleiri eru þó hin sem virðast fölsuð án þess að unnt sé að sýna
fram á það. Dæmi um slíkt er þegar Hinkmar af Reims (uppi 806-882) vildi
gerast ráðgjafi Loðvíks II og lét breiða út leiðslu Bernholdusar nokkurs. Sá átti
að hafa séð forvera Lúðvíks, Karl sköllótta, étinn af ormum í hreinsunar-
eldinum af því að hann hafði ekki hlýtt hollráðum Hinkmars af Reims. Raunar
tókst Bernholdusi að bjarga Karli, með því að upphefja messu í leiðslunni miðri
- en vart gerir það reynslu hans trúverðugri.12
Síðast en ekki síst voru draumar og sýnir oft og tíðum aðeins höfundarverk.
Þau þjónuðu þá fyrst og fremst siðrænum eða listrænum tilgangi, fólu t.d. í sér
kristilegt mat á tilteknum atriðum eða voru frásagnarbrögð og áttu að vekja
grun um það sem koma skyldi; af því tagi eru t.d. margir draumar sem segja
fyrir um bardaga eða ófrið. Einnig voru þau nýtt til að koma á framfæri
skilningi eða boðskap sem höfundarnir vildu ekki sjálfir þurfa að ábyrgjast,
eins og þegar Philippe de Maziére deildi í Somnium viridarii á rómversk-
kaþólsku kirkjuna.13
Þegar sýnir og draumar voru verk skálda og sagnritara voru þau þó oftast
ekki falsanir í venjulegum skilningi þess orðs. Ágústínus kirkjufaðir hélt því
fram að væri æðri merking fólgin í skáldskap þá væri hann sannleikanum
jafngildur.14 Skáldið á miðöldum er „bæði boðberi sannleika og lygi“ svo að
notuð séu orð Sverris Tómassonar, af því að „augljóslega ósatt skáldskaparmál
eða óraunveruleg frásagnarform eins og dæmisaga, líkingardæmi... voru talin
spegla æðri sannleik.“15
Auðvitað er oftast erfitt að segja til um hvort draumar og sýnir eru ein-
vörðungu verk skálda í tilteknum texta, m.a. vegna þess að gera verður ráð fyrir
að bókmenntir hafi haft áhrif á drauma fólks og sýnir og öfugt. Ákveðnum
atriðum er þó unnt að slá föstum. Hér skal að sinni nefnt að sagnritarar bregða
oftar fyrir sig draumleiðslum en leiðslum; hjá þeim má gjarna finna ákveðin
ritklif sem einkenna sjaldan reynslu fólks utan bókmennta; þeir hneigjast til
táknrænna lýsinga og gjarnan vitjar þá dreymanda persóna sem hefur ákveðið
tákngildi, t.d. úr fornri goðatrú.16 Loks ganga menn oft út frá að leiðslur,
kraftbirtingar og draumar sem aðeins eru varðveitt í bundnu máli séu senni-
legast verk skálda og sagnritara, enda munu nútímasálfræðingar almennt líta svo
á að í draumi eða leiðslu skynji menn fremur myndrænt en í orðum.17 Ekki er
þó hægt að þvertaka fyrir að menn dreymi skáldskap; margir skáldmæltir menn
hafa haldið því fram að þeir hafi numið ljóð í svefni. Er þá litið svo á að ljóðið
verði til í vitund þess sem dreymir. Hins vegar er fyllsta ástæða til að hugsa til
sagnritarans og vinnubragða hans þegar forn rit segja ekki aðeins frá draumum
þar sem menn nema einföld kvæði, heldur og sýnum þar sem fluttar eru
dróttkvæðar vísur með tilskildum hendingum, heitum og jafnvel margliða kenn-
ingum.