Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 146
144
TorfiH. Tulinius
breið. Eldstöð sem myndast við súrt sprungugos undir jökli er t.d. Suðurnámur
á Landmannaafrétti. Eldstöð sem myndast við basaltgos á einu opi og undir
berum himni heitir gosdyngja en frægasta dæmi um slíka eldstöð er auðvitað
Skjaldbreiður.
Við sundurgreiningu og flokkun eykst skilningur okkar á viðfangsefninu.
Þegar við greinum bókmenntir og flokkum þær, aukum við skilning okkar á
þeim, og þá ekki síður þegar um heilt tímabil bókmenntasögunnar er að ræða
eins og þegar íslensku fornsögurnar urðu til. Tilgangur þess að flokka bók-
menntir ætti því að vera sá að leiða í ljós þau lögmál sem valda því að bók-
menntirnar eru eins og þær eru, á sama hátt og hið mjög svo einfaldaða flokk-
unarkerfi eldstöðva sem ég gat um áðan skýrir hvers vegna eldfjöll eru eins og
þau eru. Spurningin er því ekki hvort eigi að flokka bókmenntir, heldur
hvernig.
Ég mun nú snúa mér beint að spurningunni um flokkun íslenskra fornsagna.
Það má vera að það hljómi ankannalega að skella saman hugtökum af svo ólík-
um toga, sem „landafræði" og „flokkun bókmennta", en það vill svo til að
núverandi flokkun fornsagna byggir að verulegu leyti á landafræði. Islendinga-
sögur fjalla um Islendinga og gerast oftast á Islandi. Konungasögur fjalla um
norræna konunga og gerast á Norðurlöndum. Hið sama gildir um fornaldar-
sögur Norðurlanda, sem er þess vegna haldið aðgreindum frá riddarasögum,
sem gerast suður í Evrópu eða enn fjær. Þessi landfræðilega flokkunaraðferð
hefur augljósa galla, og má þá nefna sem dæmi vanda þess að finna „eyja-
sögunum“ stað í kerfinu. Hvað á að gera við Færeyinga sögu og Orkneyinga
sögu? Ekki fjalla þær um konunga og enn síður um Islendinga. Þær gerast
hvorki í Noregi né á Islandi. Brugðið hefur á það ráð að láta heita að þær séu
einhvers konar millistig konungasagna og Islendingasagna og hefur Færeyinga
saga verið talin nær Islendingasögum, en Orkneyinga saga nær konungasögum.
Má vera að landfræðileg lega þessara eyjaklasa hafi áhrif á þá skoðun.
Það skýtur sem sagt skökku við að nota landafræðina til að flokka fornsögur.
Samt sem áður hefur þessi hefðbundna flokkun reynst býsna lífseig. Hún
hlýtur því að hafa eitthvert gildi. Við finnum það greinilega að það er einhver
munur á konungasögu og Islendingasögu, á fornaldarsögu og riddarasögu. Það
skiptir máli hvort sagan fer fram á Islandi eða í Noregi, á Norðurlöndum eða
sunnar. Landafræðin tengist á einhvern hátt flokkun sagnanna. En hvernig?
Látum þeirri spurningu ósvarað um stund, en víkjum að öðru sem lagt er til
grundvallar núverandi flokkun, en það er fjarlægð milli sögutíma og ritunar-
tíma. Sigurður Nordal byggir á þessum þætti í ritgerð sinni um íslenskar
fornsögur, en þar skiptir hann sögunum í samtíðarsögur, fortíðarsögur og
forneskjusögur5. Þessi flokkunaraðferð hefur einnig nokkra kosti, þar sem hún
skýrir hvers vegna sögur sem gerast í grárri forneskju, eins og fornaldarsögur
og riddarasögur hafa sameiginleg einkenni, sem skilja þær frá sögum sem gerast
á áratugunum í kringum Kristnitökuna, eins og Islendingasögur og sumar
konungasögur, en þær sögur hafa aftur á móti sameiginleg einkenni sem greina