Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 221
„Nií er hin skarpa skálmöld komin“
219
blóð þeir vökðu
ok benjar sugu
illum ey vana.
Það væri freistandi að hugsa sér að í stað svarflaust í annarri línu draum-
vísunnar hafi átt að standa sváfrlaust og að vísuna skuli skoða í samhengi við
Sólarljóð. Björn segir ennfremur í skýringum sínum við vísuna: „Hugsunin er:
þeir Sváfr og Sváfrlogi hafa drígt allar höfuðsindir. Nöfnin virðast leidd af sofa
og tákna andvaraleisi þeirra fjelaga ... I síðara vísuhelmingnum felst siða-
lærdómurinn: Ef menn selja sig undir vald höfuðsinda, verða þeir að vörg-
um“.40 Þessi siðalærdómur á vel við íslenska höfðingja sumarið 1238. En þar
sem við verðum að standast þá freistingu að fremja svo skemmtilega og áleitna
stafavíxlun, þó að hún sé geymd en ekki gleymd, hnykkir forspá Guðmundar á
slíkri túlkun draumvísunnar.
Af þessum fjórum draumum, sem við höfum rætt nokkuð nákvæmlega sést,
að nauðsynlegt er að hafa tvíræða merkingu draumvísna í huga þegar þær eru
skýrðar. Sagnaritarinn ætlaðist til þess að þessir draumar væru túlkaðir og
undan þeirri ögrun getum við ekki vikist. Við verðum að hafa hugfast, að skáld
og áhorfendur á miðöldum litu á yfirnáttúrulega viðburði, sýnir, forboða og
drauma, sem vitnisburð um æðri sannleika og vísbendingu um innra samhengi
í veröldinni, er virtist hulið sjónum manna. Og það er áberandi að í hverri vísu
verður hið sértæka, bæði orðalag og efni, vísbending um hið almenna. En hitt
er ekki síður athyglisvert að svo þjálfaður sagnaritari sem Sturla Þórðarson
notar þennan miðil af mikilli leikni til að hafa áhrif á lesanda eða áheyrenda
sinn.
III
í þeim sextán draumvísum er tilheyra þeim kafla, sem Pétur Sigurðsson taldi
síðara innskot inn í sögu Sturlu koma fram svipaðar myndir, þó að ekki séu
þær í öllum tilvikum jafn vel gegnumfærðar.41 Eitt einkenni draumkveðskapar
er sú heimsádeila sem virðist óhagganlegur þáttur margra vísnanna. Hermann
Pálsson hefur bent á hvernig gerðir mannanna endurspeglist í svip náttúrunnar
í fyrstu vísu kaflans og hvernig tvíræðar kenningar geri margræða merkingu
ljósa.42 I þeirri vísu er sú ádeila áberandi að fyrrum hafi allt verið á betri veg en
heimurinn fari hrörnandi. Þess háttar hugmynd er erlend, eins og Hermann
segir, og er algeng í erlendum kveðskap en verður síðar fyrirferðarmikið stef í
íslenskum heimsádeilukveðskap, s.s. Heimósóma Skáld-Sveins. I raun er að
leita róta íslenskra heimsádeilna í þessum draumvísum svo og tólftu aldar
kveðskap, eins og Harmsól Gamla kanoka, þar sem segir á einum stað: „Brigðr
er heimr sá“.43 Aðrar draumvísur í kaflanum tæpa einnig á þessu stefi, s.s. sú
sem hefst á orðunum: „Dust er á jörðu. Dimmt er í heimi“, er virðist bergmála