Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 80
78
Úlfar Bragason
ófriðar; 3) hámark deilu eða höfuðátök; 4) hefnd; 5) sættir; 6) eftirmáli. Gildi
þessa mynsturs fyrir Islendingasögur í heild og einstakar þeirra hefur oft verið
dregið í efa. Sumt af þeirri gagnrýni hefur þó verið reist á litlum skilningi á
greiningu Anderssons. Hins vegar hefur Lars Lönnroth, sem annars telur að
Andersson hafi gert grein fyrir ákveðinni reglu í gerð fornsagna, bent á að „the
application of his [Andersson’s] formula is a little too rigid and fails to take the
episodic nature of the longer sagas into full consideration [Lönnroth, „The
Icelandic Family Saga“ 116]“ (beiting formúlu hans sé lítt sveigjanleg og taki
ekki fullt tillit til hversu þáttakenndar lengri sögurnar eru). Rétt eins og
Lönnroth heldur fram er betra að líta svo á að slíkar sögur hafi að geyma röð
átaka sem hver um sig fylgi formgerðarmynstri Anderssons. Þær séu m.ö.o.
safn ófriðarfrásagna. Þá hefur einnig verið bent á að ófriðarmynstrið einkenni
ekki Islendingasögur sérstaklega sem sagnaflokk. Sögur sem ekki hafi verið
taldar til íslendingasagna, svo sem Guðmundar saga dýra og Hrafn saga
Sveinbjarnarsonar, séu eins góð dæmi um tilvist frásagnarmynstursins og
margar þeirra (Findlay 181). En Lönnroth telur einmitt að hlutar margra sagna
sem ekki teljast íslendingasögur grundvallist á mynstrinu (Lönnroth, „The
Concept of Genre“). Hefur Andersson fallist á að fleiri forníslenskar frásagnir
en íslendingasögur fylgi ófriðarmynstrinu og bendir á aðdraganda Orlygs-
staðafundar í Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (126-38. kafla) sem dæmi um
það:
The family saga pattern is unmistakable - immoderate ambition on one side, a legal
pretext to gain a questionable advantage, verbal exchanges followed by raids and
counter-raids, minor skirmishes, dire dreams and prophecies, and finally a full-scale
confrontation [Andersson, „Splitting the Saga“ 441].
(íslendingasagnamynstrið er augljóst - taumlaus framagirni annars vegar, lagakrókar
til að ná vafasömum ávinningi, orðahnippingar, aðfarir og gagnaðgerðir í kjölfarið,
smáskærur, ógnþrungnir draumar og forspár og að lokum stórátök.)
Andersson viðurkennir m.ö.o. að ófriðarmynstrið komi fyrir í samtíðarsögum.
Hann gengst þó ekki inn á að þær lúti í heild sömu frásagnarlögmálum og
íslendingasögur eins og Ker hélt fram. -
Eins og fyrr var getið greindi Joseph C. Harris frásagnarmynstur þeirra
íslendingaþátta sem fjalla um viðskipti íslendings og erlends höfðingja og
tengjast konungasögum. Lars Lönnroth sýndi hins vegar fram á að þetta
mynstur væri einnig notað í utanfararfrásögnum íslendingasagna svo að það
renndi ekki stoðum undir ákveðna flokkun þátta á þann veg sem Harris hugði
(Lönnroth, Njáls saga 71; sjá einnig Véstein Ólason). Frásagnarmynstur Harris
er í sex liðum eins og grind Anderssons: 1) kynning söguhetju; 2) landtaka (í
Noregi) eða heimsókn á konungsfund; 3) ágreiningur við konung; 4) sættir; 5)
brottför af konungsfundi (úr ríki konungs); 6) niðurlag. Harris bendir á að að-
eins liðirnir ágreiningur/sættir séu ómissandi í utanfararmynstrinu en hinir