Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 165
Þögnin mikla
163
tíma drjúgan þátt í að móta hugmynd manna um hinn fáorða og staðfasta
víking, sem bregður sér hvorki við sár né bana, og trúir á mátt sinn og megin,
einhvers konar Clint Eastwood miðalda. Á það hefur verið bent að stíll
Islendingasagna líkist hvað mest hinum svokallaða harðsoðna stíl, sem er talinn
einkenna Ernest Hemingway og aðra höfunda af þeirri kynslóð sem Gertrude
Stein nefndi hina glötuðu. Það hefur jafnvel verið reynt að tengja saman það
rótleysi sem gætti meðal manna af þessari kynslóð og öfl á íslandi á Sturlunga-
öldinni.29 Þótt slíkt sé e.t.v. hæpið, má þó segja að eflaust hafi margir út-
lendingar sem ólust upp við Hemingway og aðra í þeim dúr verið móttækilegri
fyrir íslendingasögum en ella. En þetta gildir auðvitað eingöngu um útlendinga,
því varla hafa Islendingar orðið hrifnir af Islendingasögunum vegna þess hve
þær líktust skáldsögum Hemingways, eða hvað?
Nei, hvað Islendinga snertir - eða réttara sagt nútíma íslendinga því smekkur
forfeðra þeirra var augljóslega annar - held ég að svarið sé afar einfalt: íslend-
ingar hafa bara meiri áhuga á sjálfum sér en öðrum; sögur sem gerast á Islandi,
sögur um Islendinga, falla ævinlega í betri jarðveg hjá þjóðinni en sögur um
einhverja karla úti í heimi.
Gjarnan er bent á hversu fátíð hliðstæð lýsingarorð eru í Islendingasög-
unum: Það er ekki sagt t.d. „Tók hann þá sitt snarpa sverð“ heldur „Tók hann
þá sverð sitt. Þat var snarpt."30 Áhrifa frá þessu gætir enn í dag: íslendinga-
sögurnar eru ennþá að miklu leyti mælikvarðinn sem miðað er við þegar ritað
mál er metið. Fyrir utan Biblíuna og Kóraninn, hugsa ég að fáar bækur hafi haft
jafn djúpstæð áhrif á ritmál einnar þjóðar og íslendingasögurnar á íslensku. Það
er t.d. álitið mjög íslenskt að forðast lýsingarorð, og jafnvel nafnorð. Hug-
myndin er væntanlega sú að fornmenn hafi hvorki lýst hlutum né nefnt; þeir
framkvæmdu bara.
Það mætti þó til gamans velta því fyrir sér hvernig ímynd fornmanna væri,
og þá um leið nútíma íslenskt ritmál, hefði ekkert varðveist nema dróttkvæðar
vísur.
Á móti þessum hreina tæra stíl Islendingasagna kemur svo stíll riddarasagna,
sem á að vera tilgerðarlegur, vellukenndur, skrúðmáll. Dæmigerð eru viðbrögð
bandaríska bókmenntafræðingsins Lee M. Hollander, sem sagði:
„One fresh from the reading of the Icelandic Family sagas will be depressed when
perusing one of the Riddara sögur. It is like passing from the fresh and vital atmo-
sphere of the outdoors to the sultry and stale air of the boudoir.“3*
Stíll flestra frumsömdu riddarasagnanna er reyndar ekki hinn svokallaði hæ-
verski stíll sem sagður er einkenna þýddu sögurnar. Samt virðist sem gert sé ráð
fyrir vissum stíleinkennum í þeim, en þegar þau fyrirfinnast ekki, þá er það hinni
sterku innlendu sagnahefð að þakka. Einnig er sagt að elstu frumsömdu
riddarasögurnar séu íslenskari en þær sem seinna komu, og, eins og við sáum, er
Mágus saga jarls sögð sýna það. Mágus saga er varðveitt í tveimur gerðum, sú
fyrri er talin vera frá því um 1300 og sú seinni um 50 árum yngri. Þótt til sé frá