Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 149
Landafrœði og flokkun fornsagna
147
Bókmenntir eru líka tegund orðræðu. Þær eru einnig vettvangur fyrir sam-
skipti höfundar og njótenda verksins, og þess vegna tegund boðskipta. Franski
fræðimaðurinn Tzvetan Todorov hefur sagt að bókmenntagreinin leiðbeini
lesandanum inn í veröld bókmenntanna11. Með þessu á hann við að þau teg-
undareinkenni sem höfundur gefur verki sínu segja njótandanum í hvaða heim
bókmenntanna hann er að leiða lesanda sinn.
Höfundur stýrir því túlkun lesandans og segir honum hvar hann er stadd-
ur í bókmenntakerfinu, með því að setja inn viðeigandi tegundareinkenni,
sem gegna þá því hlutverki að vera tegundarmerki. Ef skilja á hvernig forn-
sögurnar vinna saman í kerfi er því vænlegast til árangurs að skoða þær í ljósi
þeirra samskipta sem eiga sér stað milli höfundar og njótenda innan verksins,
því þessi samskipti byggja á kerfi, sem er ekkert annað en sjálft bókmennta-
kerfið.
En ég er að fást við það hvers vegna fornsögurnar eiga það til að breytast þegar
farið er af einu sögusviði á annað, úr einu landi í annað, og hvað það segir okkur
um skiptingu fornsagnanna í flokka. Hvernig kemur landafræðin inn í þessa
umfjöllun um bókmenntagreinar? Getur verið að eitthvert svar fáist við því, sé
litið á þær sem vettvang þeirra samskipta sem ég nú hef lýst?
Skoðum nú hvernig höfundur Samsons sögu leiðir njótendur sögu sinnar úr
einum heimi í annan með engu öðru en að skipta um sögusvið. Samsons saga
fagra hefur varðveist í handritum frá fimmtándu öld en er talin vera frá því á
fyrra helmingi fjórtándu aldar12. Hún er talin til riddarasagna og var samin á
Islandi.
Oft er það sagt um frumsamdar riddarasögur að í þeim renni saman innlend
fornaldarsagnahefð og erlend riddarasagnahefð. Þetta á að vissu leyti við
Samsons sögu, en að vissu leyti ekki. I Samsons sögu má að vísu finna efni og
persónur úr hvorri hefðinni fyrir sig, en ólíkt flestum frumsömdum riddara-
sögum heldur höfundur hennar þessum heimum vandlega aðskildum. Það má
segja að hún skiptist í tvo hluta, annan sem fer fram í heimi riddarasögunnar en
hin sem fer fram í heimi fornaldarsögunnar.
Meginsagan fjallar um ástir Samsons fagra Artússonar konungs og Valentínu.
Eins og öll ung og glæsileg pör í riddarasögum lenda þau í margs konar vand-
ræðum, en eigast þó að lokum. Helsti andskoti þeirra nefnist Kvintalín, kall-
aður kvennaþjófur, þó honum takist ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að ræna
Valentínu. Eftir ýmis konar uppákomur er hann tekinn til fanga og brúðkaupið
getur farið fram, en Kvintalín kaupir sér líf með því að takast á hendur sendiför
í fjarlægt land að „sækja þann guðvef sem fjórar álfkonur hafa ofið um átján
vetur.“ Þennan guðvef þarf hann að sækja á norðurslóðir en við komuna
þangað breytir frásögnin gjörsamlega um svip. Þar sem áður voru franskir hirð-
siðir og keltneskar furður, og persónurnar hétu Samson, Valentína, Ólympía og
Kvintalín, tekur við norrænn trölldómur með tilheyrandi durgshætti og
persónur sem heita Krókur, Krekla, Krapi, Skrímnir eða Sigurður.