Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 162
160
Matthew James Driscoll
4.
Svo er oft látið sem sagnaritun hafi svo til lagst af hérlendis um siðbreytingu,
þótt haldið hafi verið áfram að semja riddarasögur fram eftir öldum, eins og
Nordal rétt nefnir. Hér er þó um allstóran hóp sagna að ræða. Þær eru óhrein-
ustu börnin hennar Evu; um þær er þögnin algjör. Frá öldunum eftir siðaskipti
eru varðveittar á annað hundrað sagna af þessu tagi. Um þær er fátt vitað, enda
hafa aðeins örfáar verið gefnar út, og þá í alþýðuútgáfum frá 19du öld og fyrstu
áratugum þeirra 20ustu.13 Langflestar liggja ólesnar og ókannaðar í handritum
á Landsbókasafni og e.t.v. víðar í héraðs og einkasöfnum, eða bara í kössum
uppi á háalofti hjá fólki. Sumar þessara sagna eru þýðingar á dönskum og
þýskum og í nokkrum tilfellum hollenskum Volksbucher eða almúgabókum, en
þær hefur Hubert Seelow nýlega tekið til athugunar.14 Til viðbótar eru nokkrar
sem eru endursagnir á ritum Saxa15 eða öðrum frásögnum frá miðöldum.16 En
langflestar þeirra, yfir hundrað sögur, eru án efa íslensk ritsmíð.
Skipting þessi milli miðaldasagna og seinni alda sagna getur þó vart talist
byggð á sterkum rökum. Mér sýnist hún frekar vera afleiðing þeirrar miðalda-
dýrkunar sem einkenndi rit margra fræðimanna á 19du öld, en hún hafði m.a.
í för með sér fordóma gagnvart pappírshandritum, sem menn töldu að með
engu móti gætu haft textafræðilegt gildi.17 Á sama hátt gátu sögur sem komust
aldrei á skinn einfaldlega ekki haft gildi af neinu tagi.
En afstaða manna til yngri riddarasagna er hluti af stærri heild, þ.e. hugmynd-
um um þróun sagnaritunar á Islandi. Nordal (og aðrir) gengu út frá því að
sagnaritun á Islandi hefði náð hámarki sínu um miðja 13du öld, fyrst með Snorra18
og svo í Njálu. Ollu öðru var svo raðað niður þar í kring. Lykillinn að íslenskri
bókmenntasögu var „baráttan milli alþýðlegs smekks og söguefnis og vandfýsni
sagnaritara.“19 Nordal skipti ritun Islendingasagna í fimm stig, að einhverju leyti
eftir aldri hverrar sögu sem hægt var að komast að með hliðsjón af rittengslum
þeirra, en þó einnig og e.t.v. aðallega eftir bókmenntalegu þróunarstigi þeirra, eins
og hann kallar það.20 Fimmta stig Nordals var hnignun. Aldrei hefur „ríkt teljandi
ágreiningur um það,“ segir Nordal, „hvaða sögur skuli telja til hnignunartíma-
bilsins á 14. öld vegna þeirra áhrifa, sem þær urðu fyrir af fornaldar- og riddara-
sögum, og sakir smekks og áhugamála höfundanna yfirleitt."21
„Vondu" Islendingasögurnar eru sem sé þær sögur sem samdar voru á
hnignunarskeiðinu; augljóst er að þær voru samdar á hnignunarskeiðinu vegna
þess að þær hafa augljóslega orðið fyrir áhrifum frá riddara og fornaldarsög-
unum; þess vegna eru þær vondar.
Á sama hátt eru „betri“ fornaldarsögurnar betri vegna þess að þær líkjast
mest Islendingasögunum hvað efni og stíl varðar, og þær fáu riddarasögur sem
hlotið hafa nokkurt hrós, t.d. Sigurðar saga fóts, eru ekki endilega betri sögur
eða betur sagðar en hinar, heldur líkjast þær mest fornaldarsögunum. Sigurðar