Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 186
184 Ástrdður Eysteinsson
að hann vegi að „lífsskoðun þeirra með þeirra eigin vopnum“24 eða komist
jafnvel „í andlegum skilningi í víkingsham og sver sig þá ekki síður í ætt við
Þorgeir en Þormóð, svo að þegar hann setur fram málstað og hefur komizt að
ákveðinni niðurstöðu heggur hann ótt og títt og fylgir eftir æ ofan í æ með
ástríðuheitu offorsi.“25
Halldór Laxness er eftir allt saman vígbúinn víkingur sem ræðst af dirfsku
gegn því veldi sem fyrir er í landi. Söguhöfundurinn er jafnframt fóstbróðir
þeirrar hetjumyndar sem hann virðist ætla að kollvarpa. Gerpla er þá fóst-
bræðrasaga í fleiri en einum skilningi. Fóstbræðralag höfundar og forngarpsins
vísar á samtvinningu þeirra þátta sem ég hef rætt: höfundargildis, textatengsla
og þýðingar.
XI
Sá vettvangur sem skiptir þó mestu fyrir þetta fóstbræðralag, innbyggða þrá
þess, alla samtryggingu þess, alla togstreitu þess og ósamræmi, er vígvöllur
tungumálsins. I viðtali við Matthías Johannessen segir Laxness frá því að þegar
hann var með Gerplu í smíðum hafi fjögur ár af lífi hans farið í að læra íslenska
fornmálið.26 En Halldór hefur ekki aðeins staðið í ströngu við að nema rithátt
fornmálsins, heldur hefur þessi málorusta - svo haldið sé áfram að tala á
bardagamyndmáli - ekki síður falist í að þýða fornmálið yfir á nýtt mál. Því
eins og Jakob Benediktsson bendir á þá er Gerpla alls ekki skrifuð á fornmáli;
„ef samin væri skáldsaga nú á tímum sem að máli til væri nákvæm eftirlíking
fornsagna, yrði hún óhjákvæmilega dauður bókstafur, óskyldur skáldskap";
hins vegar er mál Gerplu ekki heldur viðtekið samtímamál: „Það er bráðlifandi
mál, með sérstakri, heillandi og lokkandi spennu milli fornra eiginda og
nútímastíls.27
Þetta fóstbræðralag einkennist m.a. af samruna eiginda sem „merktar" eru
ýmist fornmáli, nútímamáli og sérstöku málfari Laxness. Þessi einkenni geta
lesendur jafnvel reynt að greina sundur í einstökum málsgreinum: „Eg em
kellíng afgömul í Rúðu og þú ýngismaður af Norðurlöndum, og má vera að eg
kynni sögu að segja þínum fóla í tómi“ (258).
En í heild sinni er þetta nýja mál ein samfelld blekking; mál sem er ekki til
nema á þessari bók. Þó er þetta bók sem viðurkennir að vera „endurvinnsla“
annarra bóka. Garðar Baldvinsson hefur bent á þessa opinskáu textavitund
Gerplu, það hvernig hún er „meðvituð um að vera bók, að vera sannleikur og
jafnframt að vera skáldskapur.“ Einnig víkur hann að því hvernig vísvitaður
samleikur ímyndar, sannleika og skáldskapar geri verkið margfalt í roðinu.
Sannleikur hinnar fornu hetjuímyndar er afhjúpaður sem skáldskapur, en jafn-
framt verður þó höfundur að draga sannleik þessarar afhjúpunar í efa, því hann
er framkallaður með skáldskap. Sá skáldskapur er óhjákvæmilega ný ímynd. Á
bak við þessa margfeldni, í þessu völundarhúsi, stendur að lokum „sú forna