Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 203
Klifstig Islendingasagna
201
að orði komast. Kenningar um frásagnarþætti sagnanna opna leið til einhvers
konar formlegs mats á stöðlun þeirra eða klifstigi.
Hér hefur einkum verið getið um kenningar sem varða endurtekin mynstur
á sviði söguþráðar, en hann er yfirleitt viðfangsefni frásagnarfræði. Vert er að
geta þess að klif, þ.e.a.s. staðlaðar myndir og hvers konar klifun koma einnig
fram á öðrum sviðum textans, svo sem í stíl, og virðist mikið verk óunnið enn
hvað það varðar. Vel má hugsa sér að ný tölvutækni, sem undanfarin ár hefur
opnað nýja möguleika í rannsókn á fornsögum, geri kleift að rannsaka
formúlu- eða klifeðli sagnanna á magnbundinn hátt og miklu greiðar en áður
var unnt. Þar ætti þá að vera við hæfi að tengja saman samtímalegt, formlegt
sjónarmið, semsé rannsókn á kerfi, við sögulegu víddina, þ.e.a.s. samanburð á
bókmenntakerfi 13. og 14. aldar við bókmenntakerfi seinni alda.
Ef menn komast nú að þeim stað þar sem hægt er að fara að tala um mis-
munandi klifstig, klisjustig eða tuggustuðul (!) sagnanna eða hvað menn nú
kjósa að kalla það, þá rekur fljótt að því að spurningar vakni um samband
listgildis og klifstigs (upplýsingagildis). Er það svo að þær sögur sem nútíma-
lesendur telja góðar hafa lítinn fyrirsegjanleika og því lágt klifstig? Er lesandinn
þar með að leggja nútímalegan mælikvarða á verkið? Var smekkur fornmanna
kannski á annan veg, jafnvel þveröfugur? Er t.d. hægt að sýna fram á að ridd-
arasögur, sem hafa þótt fremur ómerkar bókmenntir, séu klifkenndari en Is-
lendingasögur? Og loks mætti spyrja: Eru þær Islendingasögur sem mestri
hylli njóta á 20. öld sérstæðar hvað frumleika og ófyrirsegjanleika varðar eða
falla þær þvert á móti skilmerkilega inn í formúlu Islendingasögunnar?
Tilvísanir
1 Jauss segir að lítil „fagurfræðileg fjarlægð" einkenni afþreyingarbókmenntir (Jauss, 133). Á
svipaðan hátt hefur Wolfgang Iser sagt að fáar „rnerkingarcyður" (þý. Leerstellen) í sögu
geri hana leiðinlega (Iser, 236). I hvoru tveggja felst sú hugmynd að komi fátt á óvart í
textanum sé gildi hans lítið í augum lesandans.
Heimildir
Barthes, Roland. „Frá verki til texta.“ Mímir 1987, bls. 37-41.
Benjamin, Walter. „Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar.“ Svart d hvítu 3:2 (1978), bls.
50-60.
Danielsson, Tommy. Om den isldndska sldktsagans uppbyggnad. Stockholm (Almqvist &
Wiksell International) 1986.
Derrida, Jacques. „La loi du genre.“ Kris nr. 16 (September 1980), bls. 4-41
Eagleton, Terry. Literary Theory. An Introduction. Oxford (Basil Blackwell) 1983.
Eco, Umberto. „Beráttarstrukturerna hos Ian Fleming." í Kurt Aspelin och Bengt A. Lund-
berg (red.). Form och struktur. Texter till en metodologisk tradition inom litteratur-
vetenskapen. Stockholm (Pan/Norstedts) 1971, bls. 230-268 [1965].