Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 287
Ég var sjónarvottur! Hvað gerðist?
285
3 í stað hinnar tvígildu umsagnarrökfræði mætti styðjast við þrískiptingu franska
sálkönnuðarins Jacques Lacans í hið ímyndaða (da. imaginære), hið táknbundna (da.
symbolske) og hið verulega (da. reelle), þ.e.a.s. þeirra myndrænu hugmynda sem hugurinn
gerir sér um umheiminn, hinna ýmsu aðferða hugarins við að tjá þennan umheim á tákn-
bundinn hátt og útópískra hugmynda hugarins um hreina sjálfsveru (þý. an sich) fyrir-
bæranna sem hljóti að liggja að baki þeirri táknbundnu birtingarmynd (þý. fúr uns) sem
ekki er hægt að nálgast milliliðalaust.
í augum Lacans er hið verulega einmitt hið ógerlega, það sem ekki verður gripið eða
fyrirbærin sjálf óháð því að við hugsum um þau og tjáum þau. I þessari grein er aðeins bent
á túlkun Lacans á hinu verulega til að minna á snjallara hugtakakerfi en það kerfi sem
miðast við einfalda hugmynd pósitífista um áþreifanlegan heim.
4 Sjá nánar um þessi tjáningarrökfræðilegu atriði í Jorgensen, 1988.
5 Hér er raunar komið að einu af vandamálunum í kerfi Genettes sem tengist því að erfitt
getur verið að segja til um með hlutlægum hætti hvenær frásögn byrjar og hvenær henni
lýkur. Á til dæmis að telja inngang og niðurlag Gísla sögu, sem á sér stað í Noregi, hluta
sögunnar eða eru þessir kaflar utan hinnar eiginlegu sögu?
6 Dæmið úr Gísla sögu sýnir annan vanda í greiningartækni Genettes sem felst í að erfitt
getur reynt að tákna framtíðarvísun. Hér er farin sú leið varðandi setningu I, sem greinilega
er framtíðarvísun, að merkja hana með óendanleikatákninu því þessa setningu má staðsetja
lengst frammi í þeirri framtíð sem textinn spannar. Ef fremur væri sett 14 gæfi það tilefni til
þess misskilnings að J3, K1 og L3, sem þá kæmu í kjölfarið, væru endurlit með tilliti til I.
7 Vissulega má vefengja að hér sé yfirleitt um endurlit að ræða á þeim forsendum að þessar
athugasemdir séu flutningur frá sviði atburðanna yfir á svið frásagnarinnar, en ekki verður
frekar fjallað um þá spurningu hér.
8 Þess má geta að hugtakakerfi Genettes fæst ekki við hvernig söguefni er valið.
9 Ef til vill skýrir þetta hvers vegna Ágúst Guðmundsson notar Hávamálavísuna Deyr fé,
deyja frændur o.s.frv. í kvikmyndinni um Gísla Súrsson.
10 Sögurnar voru einmitt valdar til að sýna mun á því hvernig atburðarásin er skýrð en hins
vegar einnig vegna þess að þeim er furðu margt sameiginlegt: öfund, afbrýðisemi,
hefndarvíg og fleira.
11 Þess má geta að N.M. Petersen og Vilhelm Andersen sleppa báðir þessari setningu í
dönskum þýðingum sínum á Gísla sögu og sleppa þeir mörgum svipuðum setningum úr
munni sögumanns. Ég hef annars staðar (Jorgensen, 1989) túlkað þetta sem vitnisburð um
að þeir hafi litið á söguna sem sagnfræðilega heimild.
12 Staðanöfn í sögunum eru dæmi um þetta, en þau voru áður talin vísbending um sagn-
fræðilegt sannleiksgildi þeirra. Nú er margt sem bendir til að örnefnum hafi verið hagrætt
svo þau passi inn í sögulegar frásagnir og þetta gildir meira að segja um texta á borð við
Landnámabók og íslendingabók (sbr. Sorensen 1977, bls. 13 og áfram).
Heimildir
Aristóteles (1976): Um skáldskaparlistina. Reykjavík.
Booth, Wayne C. (1961): The Rhetoric of Fiction. Chicago.
Freud, Sigmund (1907): Digteren og fantasierne. í Jorgen Dines Johansen: Psykoanalyse,
litteratur, tekstteori. Kobenhavn 1977.
Frye, Northrop (1957): Anatomy of Criticism. Princeton.
Genette, Gérard (1980): Narrative Discourse. An Essay in Method. (Upprunaleg, frönsk gerð
heitir Figures III. Paris 1972). New York - Ithaca.