Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 43
„ Leitin að landinu fagra
41
viðurkennd sem hálfgert neyðarbrauð en höfuðáhersla er lögð á rannsókn
ritaðra heimilda. Jafnframt er reynt að ákvarða ritunartíma og svipast um eftir
höfundi. Hér má rekja stuttlega umfjöllun Björns um Bandamanna sögu. Hann
byrjar á því að bera saman gerðirnar og kemst að þeirri niðurstöðu að lengri
gerðin standi nær sögunni í frumgerð höfundar. Þvínæst rannsakar hann
tengslin við aðrar sögur og segir: [...] litlar eða engar líkur eru til, að höfundur
hennar [þ.e. Bandamanna sögu] hafi þekt eða notað aðrar sögur, sem nú eru
kunnar (1937-39, 262).
Engu að síður telur Björn að sagan sé ekki í hópi byrjendaverka, raunar
snilldarverk og höfundur sýni mikla færni og stílgáfu en sé laus við áhrif frá
riddarabókmenntum: sagan sé því samin á fyrri hluta þrettándu aldar. Ekki
verður séð að gild rök séu á bakvið þá tímasetningu og flestir telja nú að sagan
hafi verið rituð síðla á 13. öld (án þess að rökin fyrir þeirri tímasetningu séu
afdráttarlaus). I framhaldi af því snýr Björn sér að sögunni sjálfri og höfundi
hennar sem skrifaði sögu sína vissulega í ákveðnu augnamiði: „Það er eins og
höfundur hafi viljað sína hnignun höfðingjavaldsins. Sagan er römm
heimsádeila (satíra) í garð höfðingjanna." (1937-39, 265). Björn telur að
höfundurinn hafi þekkt til Lokasennu, þar sem reynt sé „með fullum ásetningi“
að gera heiðna trú skoplega, og dregur upp samlíkingu með sögunni og því
kvæði:
Á sama hátt higg jeg, að höfundur Bandamanna sögu hafi af ásettu ráði í riti sínu
veitst að siðleisi og hnignun hinnar íslensku höfðingjastjettar og viljað fletta ofan af
eimdarskap höfðingjanna og spillingu með því að sína þeim í spjespegli sögunnar sína
eigin mind. Og jeg higg, að höfundur hafi í þessari lísingu haft samtíð sína firir
augum.
(1937-39, 267)
Að lokum reynir Björn að gera sér í hugarlund hver hann hafi verið þessi
hugsjónamaður sem söguna setti saman, hverrar stéttar og hvar búsettur. Hann
segir um stéttarstöðuna:
Afstaða hans við höfðingjastjettina veit helst að því, að hann hafi sjálfur ekki verið í
höfðingjaröð. í sögunni er ekkert, sem mælir með, að hann hafi verið prestur, hvergi
neinn klerkakeimur að orðfæri nje hugsunum. Þrátt fyrir það er ekki óhugsandi, að
hann hafi verið af klerkastjett, enn þar sem höfuðpersóna sögunnar, Ófeigr, er
óbreittur alþíðumaður, þikir mjer samt líklegra, að hann hafi verið leikmaður af
alþíðustjett.
(1937-39,272)
Sem fyrr sagði voru það sporgöngumenn Björns M. Ólsen, kynslóð þeirra
íslensku fræðimanna sem við tók af honum og Finni Jónssyni, sem full-
komnuðu þá aðferðafræði sem hann lagði drög að í fyrirlestrum sínum og