Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 262
260
Sverrir Tómasson
kringlu minnist hann á skrqk og háð og hann veit að hirðkvæði geta haft slíkt
að geyma. Hann verður þó hvergi vændur um það í Heimskringlu að hafa
notað slíkan kveðskap - og má það undarlegt heita þar sem þess háttar kvæði
hlutu að geta hentað vel í lýsingu á sumum norskum konungum. I öðru lagi er
Snorri vel kunnugur skáldfíflahlut, leirburði, kveðskap sem ekki laut réttum
lögum brags að dómi fræðimanna. Snorri minnist þó hvorki á innihald slíks
framburðar né heimildargildi. Og í þessu sambandi vaknar sú spurning hvort
hann hafi aðeins talið góðan kveðskap hafa haft heimildargildi; arnarleirinn hafi
þá verið álitinn skrqk. Hlutverk skáldfíflsins hafi verið að hæðast að eigin
persónu og þeim sem það orti um. Slíkt hefðu allir vitað að væri háð og um leið
e.t. v. ósatt. En þessi skýring stangast á við ummæli Snorra sjálfs í formála
Heimskringlu.
Á einum stað í Ynglinga sögu er klausa um Óðin sem gæti bent til þess að
Snorri hefði á hinn bóginn álitið góðan kveðskap vera sannan; hið fagra og
góða væri í eðli sínu satt:
Qnnur var sú, at hann talaði svá snjallt ok slétt, at qIIuiti, er á heyrðu, þótti þat eina
satt. Mælti hann allt hendingum, svá sem nú er þat kveðit, er skáldskapr heitir. Hann
ok hofgoðar hans heita ljóðasmiðir, lslenzk fornrit XXVI, 17.
Upphafleg merking orðsins skald, skáld í forníslensku er ekki alls kostar ljós.
Um orðið hafa verið samdar merkilegar og skemmtilegar ritgerðir á norsku,
ensku og þýsku.5 Árið 1911 birti Magnus Olsen pistil um merkingu þess
(Hvad betyder oprindelig ordet skald?). Hann áleit það vera runnið frá
*skawalda og væri skylt þýska sagnorðinu schauen, sjá, skoða með viðskeytinu
(a)ld og benti á orð eins og hrúgald og kerald. Hjalmar Lindroth sýndi hins
vegar fram á að þessi skýring gæti ekki staðist: *skawald yrði *skavald (En
omtvistad etymologi, 63. nmgr.). Magnus gafst þó ekki upp. I ritdómi um
afmælisrit Esaias Tegnérs varpaði hann upprunakenningu sinni fyrir róða og
taldi líklegra að orðið skáld í merkingunni hrogn, lönguhrogn í nútímaíslensku
sem skylt væri þýsku (vestfalisku) schad, hrogn, væri sama orðið og haft er um
ljóðasmið. Hann var og þeirrar skoðunar að orðið greppur sem einnig væri til í
þessari merkingu hefði verið notað ofljóst af sjómönnum, ef til vill sem einhvers
konar bannorð. Orðin tvö fundust ekki þá á orðabókum og hefur Magnus haft
vitneskju sína frá Birni M. Ólsen og séra Magnúsi Andréssyni á Gilsbakka (tilv.
ritd., 95).
Ég hef aldrei getað tekið skýringar Magnus Olsens alvarlega. Orðið *ska-
walda, ''skavald > skald minna mig, eins og reyndar Magnus Olsen forðum, á
samsetningar eins og hrúgald, kerald, en þá í heldur niðrandi merkingu:
einhverju sem hrúgað sé saman eða hellt saman í tunnu og á ég bágt með að
tengja orðmyndun af þessu tagi við sköpun og því síður við Són og Boðn.
Siegfried Gutenbrunner er sennilega eini fræðimaðurinn sem fallist hefur á
síðari skýringu Magnus Olsens. Hann tengdi hrogn við orðsins list og hugði að