Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 117
Grettla
115
Óskar Halldórsson hefur fjallað um tengsl Grettis við alþjóðlegar útlaga-
sagnir sem bera afar lítinn lærdómssvip, en þeim mun meiri af alþýðutrú og
mýtugerð: hetjan rennur þar saman við goðið og verður hinn göfugi útlagi og
sérlegur hjálpari allra þeirra sem eru í nauðum staddir.18 Það er að sjálfsögðu
langur vegur frá Gretti að kúldrast í kulda og vosbúð á reginheiði og til hins
káta samfélags Hróa Hattar og félaga í Skírisskógi - en báðir gætu þeir þó verið
runnir frá einhverri sameiginlegri grunnmýtu. I Lítilli samantekt um útilegu-
menn segir Halldór Laxness:
Oft er list fornsögu ekki hvað síst fólgin í því að þar er tekin fram einhver skopleg
tröllasaga, frumstæð og klúr, og snúið í mentaðan raunsæisskáldskap, sem altaðþví
jaðrar við sagnfræði, en þó ekki geingið betur frá samskeytunum en svo að verkið er
klofið; eða kanski öllu heldur blandan ekki nógu hrærð. Um slíka bók er Grettis saga
sérkennilegt dæmi.1^
Laxness telur að í sögunni sé alls kyns fornri trú haldið til haga á „alskonar
dulþjóð“ og að Grettir sé vættur af henni, gerður mennskur og skeytt inn í ætt
Önundar tréfótar og „síðan allra íslenskra höfðíngja og norænna konúnga sem
til næst með góðu móti“.20 Hann talar um Grettisfærslu - sem nefnd er í
sögunni en hefur verið skafin út - sem nokkurs konar frumgrettlu; heimild um
uppruna Grettis. Þegar Halldór skrifaði þessa grein höfðu menn aðeins rýnt í
tvær fyrstu línur kvæðisins, en síðar tókst Ólafi Halldórssyni handritafræðingi
að lesa megnið af því með aðstoð útfjólublás ljóss. Þá kom á daginn að
Grettisfærsla er ekki beinlínis um Gretti Ásmundarson, heldur um ógnar-
mikinn reður í mannslíki sem fer um og serður allt sem fyrir honum verður,
einkum þó fyrirmenn og kirkjunnar fólk: „þat þicker honum somi. at serda
pafuanw at Romi. bæde konur ok kalla. Ok patnarcka alla. serdur hann diakna
kata“.21 Orð séra Matthíasar „Þú ert, Grettir, þjóðin mín“ fá óneitanlega nýtt
inntak í ljósi þessara áhugamála Grettis, en þegar litið er á samhengi Grettis-
færslu í sögunni kemur í ljós að hér mun átt við nokkuð annan Gretti en skáld-
ið og vígamanninn. Gretti Ásmundarsyni er sem sé líkt við hinn í háðungar-
skyni, eins og Ólafur Halldórsson sýnir glögglega fram á. Hann telur að
kvæðið tengist leik eða athöfn tengdri frjósemisdýrkun þar sem menn réttu á
milli sín sauðarreður og viðhöfðu þennan munnsöfnuð, og hafi reðurinn verið
gæddur ýmsum mannlegum eiginleikum og nefndur Grettir. Þetta kemur heim
og saman við frásögnina í sögunni: þar þvæla bændur Gretti fram og aftur á
milli sín, og einhverjir gamansamir menn hafa snúið hinum fornu klúrheitum
upp á þau atvik.
Frum-Grettirinn þarf því ekki að hafa verið reður. En hann er vissulega
sérstæður. Honum er í eiginlegri merkingu „illa í ætt skotið". Hann er kynlegur
laukur ættar sem bæði er farsæl og tilþrifalítil. Hið eiginlega skyldulið hans er
annars staðar að finna: í hetjuljóðum, útlagasögnum, þjóðsögum og ævintýrum.
Höfundur hefur tekið þennan alþýðlega efnivið og mótað hann í anda sinnar