Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 134
132
Viðar Hreinsson
skrifaðar í knöppum íslendingasagnastíl, auknar orðfæri úr riddarasögum.3
Persónusafnið er nokkuð staðlað. Hetjur eru ýmist ljósar og litlausar Sigurðar-
týpur, eða Grettistýpur sem iðulega gæða sögurnar méiri dýpt og margræðni.
Konum er tryggilega haldið í skefjum, þær eru takmark og erfiðislaun í sögu-
lok. I kringum þetta fólk er misljótt og göldrótt gengi, andstæðingar og
hjálparhellur.4 Atburðarásin snýst um feril hetjunnar, með bernsku og upp-
vexti, tilefni til að fara að heiman, röð ævintýra og mannrauna og loks málalok
með prinsessu og ríki.5 Þessi hefðbundnu atriði mynda fyrirframskilning, sem
gerir söguefnið þekkjanlegt og viðráðanlegt, en þrengja við fyrstu sýn að
framvindu sagnanna. Þau uppfylla væntingar lesenda og sjá höfundum fyrir
drjúgum hluta fléttunnar. Heimur sagnanna er fyrirfram mótaður, rétt eins og
óútfyllt eyðublað. Hefðin sér sögunum fyrir hraðri atburðarás og allt töfra-
dótið er innbyggð tækni til að forða óþarfa dramatík og málalengingum.
Annað atriði, sem gengur þvert á þessar skorður hefðarinnar, er ekki síður
einkennandi fyrir fornaldarsögurnar og hefur af fræðimönnum ýmist verið
talið kostur eða löstur. Það er að þær eru deigla margvíslegra áhrifa, efnislegra,
stíllegra, formlegra o.s.frv.6 Margbreytnin er vitaskuld mest sé flokkurinn
skoðaður í heild, en hún er engu að síður áberandi innan einstakra sagna, þar
sem misvel hefur tekist að fella fjölbreytnina í samfellda frásögn. Sumar sögur
eru spaugilegur hrærigrautur, þar sem gullmolar leynast innan um eins og
Þiðreks saga af Bern og Hrólfs saga kraka. Aðrar eru skrýtnar tímaskekkjur
eins og Ásmundar saga kappabana, þar sem hátragískt minni úr hetjuepíkinni
koðnar niður í sviplitla frásögn. Fjölbreytnin getur líka þroskað frásagnar-
listina, enda bera margar fornaldarsögur sem oftast eru taldar ungar, vott um
umtalsverða tæknikunnáttu og þroskaða efnismeðferð, til dæmis Egils saga
einhenda og Ásmundar berserkjabana, Áns saga bogsveigis, Göngu-Hrólfs saga
og Hjálmþés saga og Ölvis.7
Hefðin, sögusviðið, sambræðsla margbreytninnar og breytt hlutverk sagna-
ritunarinnar gera það að verkum að sögur á borð við Göngu-Hrólfs sögu, og
reyndar líka Grettlu og aðrar ungar Islendingasögur, eru sem eftirlíking, eða
mimesis, einu þrepi fjær veruleikanum en hinar klassísku Islendingasögur frá
13. öld, og þá geng ég út frá efnistökum og afstöðu sögumanna frekar en
spurningunni um raunsæi.8 Allar sögur voru bundnar einhverskonar endurgerð
á sögulegum veruleika, ýmist í raun eins og eldri sögur eða að yfirskini eins og
t.d. formálinn sem ýmist fylgir Göngu-Hrólfs sögu eða Sigurðar sögu þögla er
til vitnis um. Sá formáli og ýmis höfundarinnskot um sannindi sagnanna eru
mælskubrögð og jafnvel skop,9 en kannski nauðsynleg formleg réttlæting
sagna.
Það eru tvö atriði sem framar öðru skera úr um þessi mímetísku þrep.
Annað er nálægð efniviðar og ritunar í tíma og rúmi. Islendingasögur fjalla um
tiltölulega nálæga atburði og persónur, á ýmsan hátt tengd ritunartímanum.
Þessi samtvinnun tíma og rúms, sem Mikhail Bakhtin hefur kallað krónó-
tópíu,10 er fjarlægari og óbundin í flestum yngri sögum. Þar fara yfirleitt týpur