Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 68
66
Halldór Guðmundsson
staður sem á sér ekkert upphafsorð, og lokaorðin hafa ekki verið sögð. Eðlilega
finnur Bakhtin ýmsa fyrirrennara skáldsöguvitundar í klassískum bók-
menntum, allt frá samræðulist Sókratesar til menipeísku satírunnar (í seinni tíð
hefur fjölskrúðugt dæmasafn hans úr samanlögðum heimsbókmenntunum sætt
nokkurri gagnrýni). Hann leggur ennfremur mikla áherslu á sambandið við
hláturmenningu, og nefnir í því sambandi þýðingu munnmæla og þjóðfræða-
efnis fyrir tilurð skáldsögunnar á evrópskum síðmiðöldum.
En við skulum ekki fara lengra út í það, heldur velta fyrir okkur afleiðingum
þess mismunar sem hér hefur verið rakinn fyrir sagnaformið. Bygging
söguljóða getur verið mjög lausleg, vegna þess að allir tilheyrendur vita hvernig
sagan var, hvernig fór, og því geta þau byrjað hvar sem er og endað hvar sem er.
Það er enginn áhugi á fléttu. Skáldsagan aftur á móti bætir sér upp hversu opið
inntakið er (sem alveg má skilja í vatnsveitumerkingu) með flókinni fléttu, gerir
út á takmörkun vitneskju hjá hetju og lesanda. Samtímaleiki skáldsagna er líka
slíkur að fyrir tilstilli þeirra er hægt að hugsa sér fólk sem lifir í heimi rómana,
hefur brenglast af skáldsagnalestri. Og svo opin er skáldsagan að hún getur
rúmað ljóð og leikna kafla.
Loks er höfuðmunur á þeirri mynd sem söguljóðið og skáldsagan gefa af
einstaklingnum. I söguljóðinu er ekkert bil milli sýndar og reyndar, allt birtist
í örlögum persónanna, en í skáldsögunni er hetjan komin á hið opna og ófull-
komna svið samtímans. Kannski er það sem Bakhtin segir um hetjur í skáld-
sögum ein besta ábending hans: Þær falla aldrei algerlega saman við örlög sín.
Hetjan er annað hvort stærri en örlögin, eða hlutskipti hennar er stærra en hún
sjálf. Það er ávallt einhver gjá þarna á milli, kröfur sem ekki eru uppfylltar eða
óskir sem rætast ekki. Einstaklingur gengur aldrei einsog reikningsdæmi upp í
félagslegri eða sögulegri stærð, ber þannig ávallt einhverja framtíð í sér, og það
viðhorf litar skáldsöguna. í henni er staðfest djúp milli innra lífs einstaklingsins
og ytri framgöngu, milli þess sem einstaklingurinn er með sjálfum sér og þess
sem hann er í augum annarra. Sú gjá var ekki til í hetjukviðum.
Ian Watt bendir þessu til viðbótar á ýmislegt sem fram kemur eftir því sem
skáldsagan festist í sessi á Englandi á 18. öld, og tengist áherslunni á einstakling-
inn og reynslu hans. Hún gat birst með ólíku móti, allt frá því að notkun sam-
tímalegra eiginnafna varð áberandi í sögum, og til þess að um svipað leyti fékk
orðið órígínal nýja merkingu: Frá því að merkja upprunalegur eða til frá önd-
verðu fer það að merkja sjálfstæður, án fyrirmyndar. Nú hafði hversdagslífið
loks fengið þýðingu í listum, og reyndar vinna og efnahagslegt líf einnig. Þessu
fylgdi nákvæmari umhverfislýsingar, minna málskrúð í stíl og aukin söguleg
vitund, enda gat skáldsagan byggt orsakaskýringar sínar á hugmyndinni um
sjálfsvitund einstaklingsins og þróun hennar.7
Látum þessi atriði nægja um muninn á skáldsögu og söguljóði og spyrjum
okkur aftur um stöðu Islendingasagna með tilliti til þessa. Við sjáum strax að í
sumu minna þær á epos, í öðru á skáldsögur. Vissulega er söguefnið sótt í epíska
fortíð landnemanna, af landnáminu verður þegar fjöldi sagna. En fjarlægðin er