Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 39

Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 39
Leitin að landinu fagra“ 37 Faðir íslenska skólans svokallaða í rannsóknum á íslenskum fornbókmenntum var Björn M. Ólsen. Háskólafyrirlestrar hans frá árunum 1911-17 voru ekki gefnir út fyrr en hann var kominn undir græna torfu, á árunum 1937-39, og þá raunar aðeins hluti þeirra lestra sem snúa að íslendinga sögum (Björn M. Ólsen 1937-39). Um þá útgáfu sáu þeir Einar Ólafur Sveinsson og Sigfús Blöndal, en Sigurður Nordal hafði eftirlit með henni af hálfu Bókmenntafélagsins. Þeir Sigfús og Einar segja m.a. í formálsorðum sínum um útgáfustefnuna: Athugun handritsins leiddi í ljós, að ekki væri rétt að gefa það allt út, því að það var ekki til þess búið af höfundi; varð þá að velja úr. Lögð var áherzla á það, sem helzt var nýjung í, en sneitt hjá hinu, sem til voru um prentaðar ritgerðir frá hendi B. M. Ó. eða að efni til var í samræmi við skoðanir samtíðarmanna hans. En vel þótti fara á því, að hér kæmi í ljós, að B. M. Ó. hefur margsinnis komið fram með skoðanir, sem aðrir fræðimenn hafa síðan haldið fram, oft án þess að þekkja til rannsókna hans; menn, sem lesið hafa formálana í „íslenzkum fornritum", munu auk skyldleika í heildarskoðun, sem útgefendunum hefur verið vel kunn, taka eftir sameiginlegum skilningi um mörg einstök atriði, og hafa þeir þá oft á sjálfstæðan hátt komizt að sömu niðurstöðu." (Björn M. Ólsen 1937-39, iii) Margir þeirra sem lesið hafa þessa ágætu fyrirlestra í eiginhandarriti Björns eða vélriti Árnastofnunar hafa saknað þess að þeir væru ekki allir prentaðir enda þótt sjónarmið umsjónarmanna séu skiljanleg. Þeir Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson höfðu, þegar útgáfan var í burðarliðnum, fjallað nokkuð um einstakar Islendinga sögur í ritgerðum sínum og útgáfum á vegum Fornrita- félagsins, einkum Njálu (Um Njálu eftir Einar 1933), Eyrbyggju (í útgáfu Einars 1935, ÍF VI), Laxdælu (í útgáfu Einars 1934, ÍF V) og Eglu (Snorri Sturluson eftir Sigurð Nordal 1920, útgáfa hans á sögunni 1933, ÍF II), og það hefur e.t.v. haft áhrif á val fyrirlestra.13 Björn taldi textann meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um leið höfund- inn og vinnubrögð hans. Til að kanna þau áleit hann happadrýgst að skoða heimildir sagnanna, einkum Landnámu en segja má að greinar hans um Landnámu og nokkrar Islendinga sögur hafi markað upphaf skipulegs samanburðar á þessum bókmenntum.14 Björn kannaði líka aðrar heimildir sagnanna, munnlegar og ritaðar, og reyndi að draga fram margvíslegan samleik þeirra í efni, orðfæri og stíl, svokölluð rittengsl: þar lagði textafræðin honum vopnin til. Björn er höfundur hugtaksins, beitti aðferðinni einna fyrst í ritgerð sinni um Gunnlaugs sögu (1911), enda þótt Einar Ólafur Sveinsson yrði til að skilgreina það síðar (1965). Þannig má segja að viðfangsefnið hafi í raun verið uppruni Islendinga sagna en ekki sögurnar sjálfar. Um leið og tengslin við Landnámu og milli sagnanna innbyrðis urðu skýrari varð til þróunarsaga bókmenntagreinarinnar; hana fágaði Sigurður Nordal og fyllti síðar. Á einni af þeim myndum sem hér fylgja (Mynd 2) má sjá yfirlit yfir kenningar fræðimanna um tengsl Landnámu og nokkurra Islendinga sagna. Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.