Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 70

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 70
70 tekur á sig koma reyndar í ljós svo sláandi hliðstæður við kristna trúarhefð að vart er um tilviljun að ræða.2 Í þessari grein verður sjónum beint að tveimur nítjándu aldar skáldum, France Prešeren frá Slóveníu og Hans Christian Andersen frá Danmörku. Þeir fæddust báðir í upphafi nítjándu aldar, hvor á sínum jaðri Mið-Evrópu, þeir urðu á sama tíma fyrir áhrifum frá rómantísku stefnunni en eru um leið ákaflega ólíkir, bæði sem skáld og þjóðartákn. Rakið er með hvaða hætti síðari tíma menn hafa umgengist margs konar leifar af lífi þeirra eins og helga dóma og jafnframt hvernig þessar leifar hafa orðið liður í samfélagslegum helgiathöfnum. Þessi nálgun byggir á þeim greinarmun sem ísraelski menningarfræðingurinn itamar Even-Zohar gerir á tvenns konar skilningi á menningarhugtakinu, annars vegar á menningunni sem afurð og hins vegar á menningunni sem verkfæri. Í fyrra tilvikinu „er litið á menninguna sem verðmætar vörubirgðir sem beri vott um auðlegð, völd og mannvirðingu eigandans“ en í því síðara „er litið á menninguna sem tæki sem nota megi til að koma skipulagi á lífið, bæði á samfélagsleg- um og einstaklingsbundnum vettvangi“.3 Til skýringar má vísa í lýsingu Even-Zohars á tvíþættu hlutverki skálda við norsku hirðina á miðöldum. Þau báru annars vegar vott um að konungurinn væri nægjanlega valda- mikill og auðugur til að halda hirðskáld og um leið var þeim ætlað að yrkja vinnuveitanda sínum lof og breiða út hugmyndafræði konungsvaldsins.4 Með hliðstæðum hætti hafa menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu gegnt tvenns konar hlutverki í þjóðernispólitísku samhengi. Annars vegar hafa þeir tengst margs konar framleiðslu á afurðum, meðal annars á minnis- 2 Hugtakið helgifesta (e. canonisation) vísar til þess ferlis sem á sér stað þegar tilteknir einstaklingar eru teknir í dýrlingatölu af kirkjuyfirvöldum. Hugtakið menningarleg- ir þjóðardýrlingar og fleiri sem kynnt verða síðar í greininni eru hins vegar afrakstur af samvinnu okkar Sveins yngva Egilssonar við slóvensku bókmenntafræðingana Marko Juvan og Marijan Dović í tengslum við rannsóknarverkefnið „Cultural Saints of the European Nation State“ (sjá http://vefir.hi.is/culturalsaints/). Við erum þó ekki fyrstir til að nota þetta hugtak; nægir að vísa til umfjöllunar Kather- ine Verdery, The Political Lives of Dead Bodies. Reburial and Postsocialist Change, New york: Columbia University Press, 1999, bls. 1 og áfram. Juvan og Dović hafa veitt mér ómetanlegar upplýsingar við þær rannsóknir á arfleifð Prešerens sem hér eru kynntar. Ég vil einnig þakka Sveini yngva fyrir umræður um þetta efni á liðnum árum sem og fyrir yfirlestur þessarar greinar. 3 itamar Even-Zohar, „Culture as Goods, Culture as Tools“, Papers in Culture Research, Tel Aviv: Unit of Culture Research, 2005, bls. 9–14, hér bls. 9 og 12. 4 itamar Even-Zohar, „The Role of Literature in the Making of the Nations of Europe“, Applied Semiotics/Sémiotique appliquée 1:1, 1996, bls. 39–59, hér bls. 45. JÓN KARL HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.