Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Qupperneq 70
70
tekur á sig koma reyndar í ljós svo sláandi hliðstæður við kristna trúarhefð
að vart er um tilviljun að ræða.2
Í þessari grein verður sjónum beint að tveimur nítjándu aldar skáldum,
France Prešeren frá Slóveníu og Hans Christian Andersen frá Danmörku.
Þeir fæddust báðir í upphafi nítjándu aldar, hvor á sínum jaðri Mið-Evrópu,
þeir urðu á sama tíma fyrir áhrifum frá rómantísku stefnunni en eru um
leið ákaflega ólíkir, bæði sem skáld og þjóðartákn. Rakið er með hvaða
hætti síðari tíma menn hafa umgengist margs konar leifar af lífi þeirra
eins og helga dóma og jafnframt hvernig þessar leifar hafa orðið liður í
samfélagslegum helgiathöfnum. Þessi nálgun byggir á þeim greinarmun
sem ísraelski menningarfræðingurinn itamar Even-Zohar gerir á tvenns
konar skilningi á menningarhugtakinu, annars vegar á menningunni sem
afurð og hins vegar á menningunni sem verkfæri. Í fyrra tilvikinu „er litið
á menninguna sem verðmætar vörubirgðir sem beri vott um auðlegð, völd
og mannvirðingu eigandans“ en í því síðara „er litið á menninguna sem
tæki sem nota megi til að koma skipulagi á lífið, bæði á samfélagsleg-
um og einstaklingsbundnum vettvangi“.3 Til skýringar má vísa í lýsingu
Even-Zohars á tvíþættu hlutverki skálda við norsku hirðina á miðöldum.
Þau báru annars vegar vott um að konungurinn væri nægjanlega valda-
mikill og auðugur til að halda hirðskáld og um leið var þeim ætlað að yrkja
vinnuveitanda sínum lof og breiða út hugmyndafræði konungsvaldsins.4
Með hliðstæðum hætti hafa menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu gegnt
tvenns konar hlutverki í þjóðernispólitísku samhengi. Annars vegar hafa
þeir tengst margs konar framleiðslu á afurðum, meðal annars á minnis-
2 Hugtakið helgifesta (e. canonisation) vísar til þess ferlis sem á sér stað þegar tilteknir
einstaklingar eru teknir í dýrlingatölu af kirkjuyfirvöldum. Hugtakið menningarleg-
ir þjóðardýrlingar og fleiri sem kynnt verða síðar í greininni eru hins vegar afrakstur
af samvinnu okkar Sveins yngva Egilssonar við slóvensku bókmenntafræðingana
Marko Juvan og Marijan Dović í tengslum við rannsóknarverkefnið „Cultural
Saints of the European Nation State“ (sjá http://vefir.hi.is/culturalsaints/). Við
erum þó ekki fyrstir til að nota þetta hugtak; nægir að vísa til umfjöllunar Kather-
ine Verdery, The Political Lives of Dead Bodies. Reburial and Postsocialist Change, New
york: Columbia University Press, 1999, bls. 1 og áfram. Juvan og Dović hafa veitt
mér ómetanlegar upplýsingar við þær rannsóknir á arfleifð Prešerens sem hér eru
kynntar. Ég vil einnig þakka Sveini yngva fyrir umræður um þetta efni á liðnum
árum sem og fyrir yfirlestur þessarar greinar.
3 itamar Even-Zohar, „Culture as Goods, Culture as Tools“, Papers in Culture
Research, Tel Aviv: Unit of Culture Research, 2005, bls. 9–14, hér bls. 9 og 12.
4 itamar Even-Zohar, „The Role of Literature in the Making of the Nations of
Europe“, Applied Semiotics/Sémiotique appliquée 1:1, 1996, bls. 39–59, hér bls. 45.
JÓN KARL HELGASON