Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 132
132
Berydstning : Vilde hand forsøge (som hand oc var i den Forhobning
om) at opfinde de Øer oc Lande/ diid til vare ubefiende/ eller nogen
afvidste [...].55
Í íslenska og danska textabrotinu segir frá því að árið 1429 hafi borgari
einn af ætt Columba frá Genúu á Ítalíu, er lengi hafði þjónað við hirð kon-
ungsins á Spáni, farið þess á leit við konung að hann útvegaði sér nokkur
skip og áhöfn svo hann gæti freistað þess að leita óþekktra eyja og landa. Í
báðum textunum skýtur sama villan upp kollinum: ártalið 1429 í stað 1492
og styður það enn frekar að á íslensku sé þýtt úr dönsku.
Til nánari glöggvunar á ferðalagi textans er hér birt annað textabrot
úr sama verki: fyrst á íslensku, síðan dönsku, þýsku, ítölsku og latínu. Í
öllum textabrotunum er sagt frá mannætum og háttalagi þeirra. öll hefj-
ast þau á því að eyjaskeggjar kvarta undan yfirgangi nágranna sinna sem
þeir kalla Canibalister, Canibali eða Canibalibus. Þá er sagt frá því að þessir
Canibalister séu slæmar manneskjur sem ráðist á nágrannaeyjarnar, taki
fólk til fanga, deyði og éti. Ungar manneskjur nema þeir brott og stríðala,
þá er þeim slátrað og þær étnar. Eldra fólki slátra þeir strax og éta kjötið af
því sem og hendur og fætur; það sem er óétið salta þeir niður og geyma.
Ungar konur halda þeir til undaneldis, eldri konur eru hins vegar notaðar
í erfiðisvinnu.
Fyrsta textabrotið er á íslensku og úr handritinu JS 43 4to frá
1660[80]:
Sem Colúmbús var nú ä þeirri Eÿ med sitt foolk, þä bärú landsmenn
sig úpp fyrir honum, ad þeir liðe störan skada og ÿfrgäng af þvi
fölke, sem kallast Canibalister, [hvornen] þær slæmú manneskiúr
færi offt af sÿnú lande til þesara og annara, tæke foolk til fänga og
deiddi, æte þad sÿdn, og hóndlúdú vid þad mÿskúnnarlaúst sem
öargadÿr; þær úngú manneskiúr færdi þeir med sier og eldi þær,
þar til þær være ordnar feitar, og slätrúdú þeim so sier til sælgiætis
að ieta, gómlú fölke slätrúdú þeir strax snórúdú búrt inniflúm en
kióted æti þeir so vel hendúr og fætúr, en þad þeir leÿfdú, sólltúdú
þeir nidr og geimdú, únga kvennmenn hielldú þeir til þess ad eiga
bórn, hver bórn þeir eirnin aflÿfúdú ad ieta, ongva kvennmenn vilja
þeir ieta, en hafa þä til þess sem sagt er, gamlar konr brúka þeir til
þrældöms og ervides.56
55 Hans Hanszøn Skonning, Geographia Historica Orientalis, bls. 760–761.
56 JS 43 4to, fol. 4r.
ERLA ERLENDSDÓTTiR