Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 141
141
Þriðja bréfið kom út í Sevilla 1523.82 Það var skrifað 15. maí 1522
í Cuyoacán og titlað Carta tercera de relacion: embiado ... del Yucatan lla
mada la Nueva España. Þar segir frá umsátrinu um borgina og handtöku
Cuauhtémocs, borgarstjóra Tenochtitlán-borgar. Í bréfinu fer Cortés
mörgum orðum um eigið ágæti og hælir sér á hvert reipi fyrir að Spánverjar
hafi farið með sigur af hólmi í viðureign við innfædda.
Fjórða bréfið var skrifað 15. október 1524 í Tenochtitlán. Árið 1525 var
það gefið út í Toledo og endurútgefið í Valencia sama ár. innihald þess er
að stærstum hluta sjálfshól Cortésar þar sem hann gerir stjórnkænsku sína
og hernaðarsnilld að umtalsefni. Hann útmálar enn fremur mikilvægi þess
að hann haldi um stjórnartaumana á nýfundnum landsvæðum.
Fimmta og síðasta bréfið, ritað 3. september 1526, er um leiðangur sem
var gerður út til Hondúras með litlum sem engum ávinningi. Þegar leið-
angursmenn sneru aftur til heimkynna sinna í Mexíkó var Cortés sviptur
allri tign og völdum og dreginn fyrir landsdóm. Frá þessu segir í bréfinu
en einnig skrifar Cortés sjálfum sér til varnar og klykkir út með yfirlýsingu
þess efnis að hann sé saklaus af öllum sökum sem á hann voru bornar.83
Þetta fimmta bréf, eins og það fyrsta, birtist ekki á prenti fyrr en á 19.
öld.
Tvær aldir liðu áður en bréf Cortésar voru endurútgefin á Spáni.
Ástæðan var sú að bann var lagt við sölu og prentun þeirra samkvæmt
fyrirskipun krúnunnar í skjali frá mars 1527. Marcel Bataillon tengir bannið
við útgáfubann sem lagt var á króníku Lópezar de Gómara um miðja 16.
öldina en saga hans fjallar að miklu leyti um Cortés og landvinninga hans
í Mexíkó. Má ætla að spænsku krúnunni hafi þótt nóg um frægð og frama
Cortésar sem hafði fallið í ónáð fyrir að óhlýðnast yfirboðurum sínum.84
Annað, þriðja og fjórða bréf Cortésar bárust víða um Evrópu og voru
fljótlega þýdd á aðrar tungur. Um miðja 16. öld má ætla að ein frásögn að
minnsta kosti, jafnvel fleiri, eða útdráttur úr frásögnum hans, einni eða
fleiri, hafi verið til á latínu, ítölsku, þýsku, frönsku og hollensku.85
Bréf Cortésar og brot úr þeim er að finna í ýmsum þýskum þýðingum
frá þessum tíma, til dæmis í Ein Auszug ettlicher Sendbrieff dem ... Fürsten
82 Þetta bréf var endurútgefið í Zaragoza þetta sama ár.
83 Hernán Cortés, Cartas de relación, bls. 525–662.
84 Ángel Delgado Gómez, „introducción“, bls. 72.
85 Christine Henschel, Italienische und französische Reiseberichte, bls. 283–301; Ángel
Delgado Gómez, „introducción“, bls. 73–89.
„LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“