Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 141

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 141
141 Þriðja bréfið kom út í Sevilla 1523.82 Það var skrifað 15. maí 1522 í Cuyoacán og titlað Carta tercera de relacion: embiado ... del Yucatan lla­ mada la Nueva España. Þar segir frá umsátrinu um borgina og handtöku Cuauhtémocs, borgarstjóra Tenochtitlán-borgar. Í bréfinu fer Cortés mörgum orðum um eigið ágæti og hælir sér á hvert reipi fyrir að Spánverjar hafi farið með sigur af hólmi í viðureign við innfædda. Fjórða bréfið var skrifað 15. október 1524 í Tenochtitlán. Árið 1525 var það gefið út í Toledo og endurútgefið í Valencia sama ár. innihald þess er að stærstum hluta sjálfshól Cortésar þar sem hann gerir stjórnkænsku sína og hernaðarsnilld að umtalsefni. Hann útmálar enn fremur mikilvægi þess að hann haldi um stjórnartaumana á nýfundnum landsvæðum. Fimmta og síðasta bréfið, ritað 3. september 1526, er um leiðangur sem var gerður út til Hondúras með litlum sem engum ávinningi. Þegar leið- angursmenn sneru aftur til heimkynna sinna í Mexíkó var Cortés sviptur allri tign og völdum og dreginn fyrir landsdóm. Frá þessu segir í bréfinu en einnig skrifar Cortés sjálfum sér til varnar og klykkir út með yfirlýsingu þess efnis að hann sé saklaus af öllum sökum sem á hann voru bornar.83 Þetta fimmta bréf, eins og það fyrsta, birtist ekki á prenti fyrr en á 19. öld. Tvær aldir liðu áður en bréf Cortésar voru endurútgefin á Spáni. Ástæðan var sú að bann var lagt við sölu og prentun þeirra samkvæmt fyrirskipun krúnunnar í skjali frá mars 1527. Marcel Bataillon tengir bannið við útgáfubann sem lagt var á króníku Lópezar de Gómara um miðja 16. öldina en saga hans fjallar að miklu leyti um Cortés og landvinninga hans í Mexíkó. Má ætla að spænsku krúnunni hafi þótt nóg um frægð og frama Cortésar sem hafði fallið í ónáð fyrir að óhlýðnast yfirboðurum sínum.84 Annað, þriðja og fjórða bréf Cortésar bárust víða um Evrópu og voru fljótlega þýdd á aðrar tungur. Um miðja 16. öld má ætla að ein frásögn að minnsta kosti, jafnvel fleiri, eða útdráttur úr frásögnum hans, einni eða fleiri, hafi verið til á latínu, ítölsku, þýsku, frönsku og hollensku.85 Bréf Cortésar og brot úr þeim er að finna í ýmsum þýskum þýðingum frá þessum tíma, til dæmis í Ein Auszug ettlicher Sendbrieff dem ... Fürsten 82 Þetta bréf var endurútgefið í Zaragoza þetta sama ár. 83 Hernán Cortés, Cartas de relación, bls. 525–662. 84 Ángel Delgado Gómez, „introducción“, bls. 72. 85 Christine Henschel, Italienische und französische Reiseberichte, bls. 283–301; Ángel Delgado Gómez, „introducción“, bls. 73–89. „LANDA UPPLEiTAN OG ÓKUNNAR SiGLiNGAR“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.