Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 157
157
Sterk formvitund er eitt mikilvægasta einkenni hinnar sviðsettu heim-
ildamyndar,19 en í yngri afbrigðunum (til dæmis í verkum Guests) er auk
þess mikil áhersla á merkingarlög og undirtexta: þó að reynt sé að segja
eina sögu í myndinni brjótast aðrar sögur fram, stundum að því er virðist
þvert á vilja hins tilbúna ósýnilega kvikmyndagerðarmanns sem getur verið
misjafnlega sterk persóna í verkinu en hefur þó skýra Plús Ex-nærveru,
ýmist sem sögumannsrödd (sem er ýmist mikið beitt eða ekki) eða hrein-
lega sem áhorfandi, ósýnileg persóna á bak við kvikmyndavélina sem við
verðum samt vör við því að hin sviðsetta heimildamynd felur þessa pers-
ónu alls ekki heldur dregur hana fram á lævíslegan hátt.20
Í Sigtinu er Frímann Gunnarsson ekki slíkur hulinn sögumaður heldur
þvert á móti mjög áberandi hvort sem hann er í mynd eða ekki; raunar er
hann iðulega í mynd og stundum svo yfirþyrmandi að viðmælandanum er
nánast ýtt til hliðar en annars sem fremur ágeng sögumannsrödd. Undir
yfirborðssögu þáttanna glyttir því víða í aðra sögu um Frímann sjálfan.
Sterk formvitund og undirtextar eru jafnframt áberandi í þáttunum. Þeir
virðast þannig iðulega fjalla um eitt tiltekið samfélagsmálefni en í raun
draga þeir fram mörg önnur í leiðinni og aðallega snúast þættirnir um
ýmsa þætti í íslenska menningariðnaðnum,21 s.s. stöðu listamannsins og
Movies! it’s Real Life!’ Cinematic Alchemy in Woody Allen’s ‘Woody Allen’ D(M)
oc(k)umentary Oeuvre,“ Docufictions, 179–190). Á 7. og 8. áratugnum var hugtakið
„mockumentary“ þó lítið notað, það varð fyrst algengt eftir að This is Spinal Tap
(1984) sló í gegn. Hugtakið hefur verið talsvert notað um kvikmyndir Christophers
Guest sem var meðal handritshöfunda og aðalleikara kvikmyndarinnar þó að sjálfur
sé hann ekki hrifinn af því þar sem það gefur til kynna að hæðst sé að persónum
hans, sjá m.a. John Kenneth Muir, Best in Show: The Films of Christopher Guest and
Company, Ny: Applause Theatre and Cinema Books, 2004, einkum bls. 3–6. Mik-
ilvægustu sviðsettu heimildamyndir Guests eru Waiting for Guffman (1996), Best
in Show (2000) og A Mighty Wind (2003).
19 Þetta á hún raunar sameiginlegt með systur sinni, hinni leikrænu heimildamynd
þar sem stílbrögð úr leiknum kvikmyndum eru notuð en þó í þjónustu eins konar
sannleika fremur en paródíu. Sjá m.a. Roscoe og Hight, Faking It, bls. 42–63.
20 Um notkun Guests á ósýnilegum sögumanni, sjá Muir, Best in Show, bls. 92–93.
Hugtakið Plús Ex er vitaskuld sótt til Halldórs Laxness, nánar tiltekið í ritgerðina
„Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit“, Tímarit Máls og menningar
25:1, 1964, bls. 7–15.
21 Menningariðnaður er hugtak frá Max Horkheimer og Theodor W. Adorno,
Dialektik der Aufklärung: Philosophische Fragmente, Darmstadt: Wissenschaftliche
Buchgesellschaft, 1998 [New york, 1944], bls. 141–191. Þeir skrifa sína grein-
ingu fyrir daga sjónvarpsins og taka ekki síst mið af kvikmyndum og útvarpi en
athugasemdirnar eiga ekkert síður og raunar enn frekar við um fjöldamenningu
nútímans, m.a. eins og hún er dregin fram í Sigtinu.
ALLUR RAUNVERULEiKi ER FRAMLEiDDUR