Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 10

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 10
10 GLÓÐAFEYKIR Helztu fjárfestingar hafa verið þessar: Bygging sláturhúss með búnaði 96,5 millj kr., viðbót við verzlun- arhús í Varmahlíð 2,7 millj., keyptar tvær íbúðir við Hólaveg á Sauðárkróki 5,1 millj., vélar í Mjólkursamlag 5,1 millj., stór flutn- ingabifreið 5,0 millj., ýmis minniháttar fjárfesting í vélum, tækjum og innréttingum 1,9 millj kr. Alls var því varið til fjárfestinga á árinu 116,3 millj. kr., og hafði þessi fjárfesting hækkað frá árinu 1972 um 92, 4 millj kr. Eignir félagsins. Fasteignir og lóðir K.S. voru bókfærðar í árslok á 181,5 millj. kr. og höfðu hækkað um 78 millj. frá árinu áður. Vörubirgðir eru bók- færðar á 76,6 rnillj. kr., hækkun 29,7 millj. frá árinu 1972, eða 61%. Vélar, tæki og innréttingar eru bókfærðar á 48,5 millj. kr., hækkun 30 millj. röskar frá fyrra ári. Allar þessar eignir eru afskrifaðar eins og lög leyfa. Eigið fé félagsins var um áramótin 146,6 millj. kr., og hafði hækkað um 11 millj. frá fyrra ári. Rekstrarafkoman 1973. Allur rekstrarkostnaður óx stórlega á síðasta ári, en þrátt fyrir það varð umsetning tiltölulega meiri. Heildarafskriftir, sem bæði eru færðar á sérreikninga og fyrn- ingarsjóð fasteigna, voru alls á árinu tæpar 22 millj. kr., og hafa hækkað um tæpar 9 millj. fiá 1972. Reikningsuppgjör ársins sýnir rekstrarhagnað að upphæð 6,4 millj. kr., og kemur sá hagnaður til ráðstöfunar fyrir aðalfund fé- lagsins. Verður því hægt að endurgreiða nokkuð til félagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið. Stærstu gjaldaliðir auk launa og launakostnaðar, er ég hef áður nefnt, eru þessir: Viðhaldskostnaður fasteigna 5,1 millj. kr., viðhaldskostnaður véla og áhalda 5,7 millj., eða 10,8 millj. kr. alls. Tryggingaiðgjöld 3,3 millj., hækkun 32% frá fyrra ári. Raforkukaup 4,7 millj. kr., hækk- un 31% frá fyrra ári.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.