Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 12

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 12
12 GLÓÐAFEYKIR Frá Vindheimamelum á Landsmóti hestamanna 1974. kindum fleira en haustið áður. Meðalþungi dilka var 15,157 kg., og hafði lækkað frá fyrra ári um 82 gr. Meðalþungi dilka er miðaður við kjötið með nýrmör, en búið er að draga frá léttingu vegna vatns- rýrnunar. Heildarkjötinnlegg varð 786,1 tonn, og hafði aukizt um tæp 76 tn. Dilkakjötið flokkaðist vel, þannig að í 1. fl. fór um 74,5%, en um 70,8% árið áður. Uppígreiðsla sauðfjárafurða s. 1. haust nam alls 117,5 millj. kr. og hafði hækkað frá árinu áður um 44,3%, eða rúmar 36 millj. Lógað var alls 899 nautgr., og nam kjötþunginn 97,8 tonum, hafði aukizt um 39 tn. frá árinu áður. Alls var lógað 322 hrossum og fol- öldum, kjötþungi 31,2 tn., eða 16,6 tn meiri en í fyrra. Á árinu 1972 var verðlagsgrundvöllur á ull 55 kr. pr. kg., miðað við óhreina ull. Á því ári (1972) greiddi K.S. fyrir ullina kr. 63,59 eða kr. 8,59 umfram grundvallarverð. 1 frásögn af aðalfundi Mjólkursamlagsins hér að framan er greint frá rekstri samlagsins og afkomu á árinu 1973. Afurðagreiðslur. Á s. 1. ári greiddi kaupfélagið 370,5 millj. kr. til bænda fyrir af- urðir þeirra; er það 107,3 millj. kr. hækkun frá fyrra ári, eða 41%.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.