Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 20

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 20
20 GLÓÐAFEYKIR Vísnaþáttur (Þátturinn verður með nokkuð öðrum hætti nú en áður. Kernur þar helzt til, að mér bárust færri stökur en ég hafði vænzt frá þeim hagyrðingnum, sem ég að þessu sinni hafði sérstaklega augastað á. G. M.). Þeir háðu blaðadeilur, Björn oddviti Egilsson á Sveinsstöðum og Angantýr kennari Hjálmarsson (bónda á Þorljótsstöðum í Vesturdal og síðar í Hólsgerði í Eyjafirði), um eignarhald á fremsta hluta Austurdals í Skagafirði, austan jökulsár, og Nýjabæjaröræfi. Vildu báðir eiga, Skagfirðingar og Eyfirðingar, en Hæstréttur dæmdi af báðum — og þótti Skagfirðingum, sem eigi væri réttdæmi. Voru rit- deilur þessar allharðar og hlífðist hvorugur við þeirra frænda. Ang- antýr sendi Birni stöku: Seint mun Bjössi sakafrí — sjálfur hátt þó gjammi — ef hann drepur Angantý uppi í Stórahvammi. (Stórihvammur er fremst í Austurdal, austanverðum). Þá kvað Hjörleifur yngri (Kristinsson) á Gilsbakka: Týri hefur bitið Björn. Bætir lítt að klaga, ef menn halda uppi vörn utan dóms og laga. Þó að Týri tyftun mót taki af Bjarnar hrammi, mælir enginn maður bót morði í Stórahvammi.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.