Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 21

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 21
GLÓÐAFEYKIR 21 Arið 1973 var sa°t að Bretar veiddu mikið af smáfiski á íslands- O miðum. Þá kvað Hjörleifur eldri (Jónsson) á Gilsbakka: Þó að aflinn þyki rýr og þorskar lítt-skapaðir, Bretar eins og Angantýr eru simirglaðir. O O Björn Egilsson sló kirkjugarðinn í Goðdölum. Þá kvað Sigurjón Sveinsson (áður bóndi í Bakkakoti og Byrgisskarði): Oddvitinn er eins í flestum greinum: alla að flá. Djöflast yfir dauðra manna beinum með dreginn ljá. Hjörleifur eldri á Gilsbakka: Þegar ekki er feitt að flá á frónskan mælikvarða, oddvitarnir ættu að slá alla kirkjugarða. Sumarið 1965 fóru þeir Björn Egilsson, Friðrik læknir og Ingólf- ur Nikódemusson í öræfaferð. Þá kvað Sigurður Egilsson: í sveitinni ríkti sæla og friður — sólin skein yfir land þegar oddviti, læknir og líkkistusmiður voru lagðir á Sprengisand. Þeir félagar voru lengur í för, en áætlað var. Þá varð Sigurjóni Sveinssyni þessi staka á munni: Friðriks hönd er fremur gjörn fram að ota hnífi. Skyldi hann hafa skorið Björn — eða skyldi hann vera á lífi?

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.