Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 27

Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 27
GLOÐAFEYKIR 27 það upp á skammri stundu og varð litlu einu bjargað. Þetta hús var upphaflega flutt norðan úr Hrísey. Eggert Laxdal, kaupmaður á Ak- ureyri, átti það og seldi skólanum fyrir kr. 2000,00. Viðurinn var svo fluttur sjóleiðis í Kolkuós og ekið þaðan heim að Hólum. Var smíði hússins lokið 1892. Eins og nærri má geta var þröngt á þingi í skól- anum þennan vetur, en vorið eftir var svo byggt norðan við skóla- húsið sem reist var árið 1910 og sambyggt því. Síðan hafa verið reistir kennarabústaðir, skólastjórabústaður, hús yfir prestinn, starfs- mannahús að ógleymdum turninum mikla. Leikfimishúsið var reist árið 1912. Þá hafa og verið reist peningshús, auk ýmissa endurbóta á eldri húsum, sem gerðar hafa verið. — Mér er sagt að faðir þinn hafi þótt reka búið á Hólum með miklum myndarbrag. — Sjálfsagt má segja það, já. Hann var áhugamaður um búskap og skildi vel þýðingu ræktunar, bæði jarðar og bústofns. Samvinna þeirra Sigurðar skólastjóra var mjög góð og þeir studdu hvor annan með ráðum og dáð. Faðir minn réðst í það, árið 1909, að reisa fjár- hús á Hólum, sem tóku 200 fjár. Voru þau með torfveggjum en timburstafni og járnþaki. Þóttu þau nokkur nýjung í húsagerð á sinni tíð og reyndust vel. — Var ekki skemmtilegt skólalíf á Hólum á þessum árum? — Jú, það var það og skólabragur ágætur. Félagslíf í skólanum var mikið og gott og lagði skólastjóri sig mjög fram við að glæða það. Og segja má, að skólinn hafi verið þá og raunar lengi síðan eins- konar félagsleg miðstöð fyrir allan Dalinn. Skólastjórarnir tóku virkan þátt í sveitarmálum og sveitarfundir voru gjarnan haldnir á Hólum. Sigurður efndi til dansleikja í skólanum hálfsmánaðarlega yfir veturinn. Þeir voru auðvitað ekki opinberir, heldur aðeins fyrir skólann og sveitina, og á þá flykktist fólk úr Dalnum, einkum yngra kvenfólk að sjálfsögðu. Já, Sigurður var mikill framkvæmda- áhuga- og dugnaðarmaður. Þó held ég að hann hafi kannski gert samtíð sínni og framtíð ennþá meira gagn með eldinum, sem hann kveikti hvarvetna í kringum sig en hinu, sem hann þó kom í framkvæmd, þótt það væri ekki lítið. — Þú hefur svo búið á Hofi eftir að faðir þinn andaðist? — Já, raunar höfðum við nú búið þar í félagi. Störf föður míns, m. a. við fasteignamat í héraðinu, kröfðust þess, að hann væri oft að heiman og sá ég þá um búið. En eftir lát hans tók ég alfarið við bú- inu og bjó á Hofi til ársins 1929 að mig minnir, fremur en til 1930. Þá hætti ég búskap og flutti til Hóla á ný.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.