Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 29

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 29
GLÓÐAFEYKIR 29 Frá landnámshátíðinni á Hólum 1974. í Hólahreppi gegndi ég í 28 ár og starfaði á þeim tíma með mörgum mönnum að hreppsmálum. Það kom náttúrlega fyrir, að hrepps- nefndin var gagnrýnd fyrir störf sín. Annað hefði naumast verið eðli- legt. Þegar skipti urðu svo á mönnum í hreppsnefnd stuðlaði ég gjarnan að kjöri þeirra, sem gagnrýni höfðu haft í frammi svo að þeim gæfist þá aðstaða til þess að koma fram þeim breytingum, sem þeir höfðu áhuga á og þeir báru fyrir brjósti. En oftast fór það nú svo, að þessir menn reyndust spakari innan hreppsnefndarinnar en þeir höfðu verið utan hennar og frá sveitarstjórnarstörfum á ég yf- irleitt einvörðungu góðar minningar. Þar vildu allir mínir sam- starfsmenn gera sitt bezta. Og er þetta nú ekki að verða nóg um sjálf- an mig a. m. k.?

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.