Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 40

Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 40
40 GLOÐAFEYKIR Eftirleit á Hofsafrétt 1912 FYRRI HLUTI Frásaga sú, sem hér.fer á eftir, er rituð eftir frásögn Hrólfs Þor- steinssonar fyrir nær 25 árum. Árið 1912—1913 bjó Hrólfur á Skatastöðum. í „Göngum og réttum“ er sagt frá eftirleit á Nýja- bæjarafrétt 1912, þar sem þeir voru santan Hrólfur og Ólafur Krist- jánsson. Sú ferð mun hafa verið farin fyrr, en Hrólfur var þá á bezta aldri, 26 ára, og annálaður göngugarpur. Það var komið fram á jólaföstu og var það þá ráðið, að fara í eftir- leit á austurpart Hofsafréttar. Á þessum árum var ekki alls staðar hætt að færa frá og fjallalömbin settust að, þar sem þau voru á haustdögum, og báru þar beinin ef þau fundust ekki. Hrólfur gekk yfir að Litluhlíð og með honum fór þaðan Guðni Guðnason, vinnumaður þar hjá Guðmundi Ólafssyni og Ólínu ljós- móður. Guðni hafði búið á Miðvöllum í Svartárdal árin á undan, en missti konu sína 1. apríl þetta ár, hætti þá að búa og réð sig í vinnumennsku með yngstu dóttur sína, Ingibjörgu, sem þá var 11 ára. Guðni var kominn af léttasta skeiði, þegar þetta var, 52 ára, en göngumaður var hann mikill og þaulvanur að ganga til fjalls. Búið var að hlána og hjarna og færi gott, þegar þeir lögðu af stað. Fyrsta daginn fóru þeir að Þorljótsstöðum. Þá bjuggu á Þorljótsstöðum Jónas Jónasson og kona hans Þórey jónasdóttir, myndarkona í sjón og raun og hin skörulegasta. Þá voru þar á heimilinu Hálfdan son- ur þeirra hjóna og kona hans Guðrún Jónatansdóttir. Fimmta mann- eskjan þar á heimilinu var Björg Jónsdóttir, 70 ára ,,niðurseta“ rúmliggjandi. Næsta morgun lögðu þeir Guðni af stað tveim tímum fyrir dag og voru komnir fram að kofa við Orravatnsrústir í albjörtu, og þá leituðu þeir Orravatnsrústir og Bleikálapolla. Svo bjuggu þeir um sig í Rústakofa og voru þar um nóttina. Ekki höfðu þeir hvílupoka eða annan útbúnað til að láta sér líða vel, en samt sváfu þeir nokk- uð um nóttina. Farangur þeirra beggja var 36 pund. Um morgun- inn fór Guðni í svellþæfða brók frá Þóreyju á Þorljótsstöðum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.