Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 42

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 42
42 GLOÐAFEYKIR an. í annað sinn fór Hrólfur að Rústakofa, en eioi var Guðni kom- inn þangað. Hrólfur hafði ekki eirð í sér til að setjast að, og datt í hug að fara austur að Jökulsá. Með Jökulsá að vestan eru gróður- lausar melöldur norðan frá Keldudalsmúla og suður að Jökulsá þar sem hún sveigir fyrir Austurbug. Landspilda þessi er gróðurlaus, um 5 km á breidd ogsums staðar meira, og einu nafni kölluð Jökul- dalshraun. Aðeins lækur rennur þar af, er Hraunlækur heitir. Hann kemur úr litlu dalverpi og fellur í Jökulsá nálægt Eyfirðingavöðum. Á Jökuldalshraunum, beint í austur frá Rústakofa, er melhóll og varða á, Vörðumelur kallaður. Örnefni þetta mun vera gamalt, en er ekki skráð á kort. Vörðumelur er á hallaskilum og sér þaðan vel í austur og vestur í björtu veðri. Hrólfur fór nú um nóttina suðaustur yfir Jökuldalshraun og kom að Jökulsá skammt norðan við Hraunlæk. Þegar hann var á leið- inni austur eftir rofaði dálítið til í lofti oo- sá rönd af tunsrli öðru o o hvoru, en var þó mikil hríð, og svo dimmdi aftur og herti veðrið. Hrólfur settist þá að og lét fenna að sér og lá þar unz dagur rann. Þá fór að birta hríðina og sá vel austur yfir ána, en koldinnnt til vesturs að sjá. Hrólfur fór þá af stað norður hraunin og kom á Vörðumel. Þar sá hann spor eftir mann, en eigi gat hann rakið þá slóð neitt'. Þaðan gekk hann austur að á og norður með Pöllum, en Pallar eru djúpir hvammar með Jökulsá og klettabelti í brúnum. Síðan hélt hann vestur að Riistakofa, stanzaði þar eitthvað, hengdi farangurspokana upp í rjáfrið, svo að mýs rifu þá ekki í sundur, og hélt síðan út á Keldudal, sem er 10—12 km leið. A leiðinni norður eftir sá Hrólfur för í svelli eftir kindur, syðst í Keidudalsdragi. Þess- ar slóðir reyndust ekki dularfullar, því að ær með lambhrút var fremst á Keldudal, rétt norðan við Grenshvamm, og þeysti hún út dalinn, er hún varð mannsins vör. Ekki hafði Guðni komið að Keldudalskofa, sporlaus snjór var innan við hurðina; afréð Hrólfur þá að fara ofan að Þorljótsstöðum. Dagsett var orðið er hann fór frá Skiptahæð á vesturbrtm Keldudals, og liðið langt á vöku, þegar hann kom að Þorljótsstöðum. Ljós var í baðstofu og sá Hrólfur, er hann guðaði á glugga, að breitt var fyrir eitt rúmið. Hélt hann þá að gamla konan væri látin, en svo var þó ekki. Björg Jónsdóttir andað- ist eigi fyrr en ári síðar. í rúminu lá Guðni heimtur úr helju, kal- inn á fótum og aðframkominn. Hann þoldi ekki að horfa í ljósið og þess vegna var breitt fyrir rúmið. — Framh. Björn Egilsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.