Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 43

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 43
GLOÐAFEYKIR 43 Úr Leirgerði FRAMHALD Ritaranum hafði borizt það til eyrna eftir góðum heimildum hreppstjórans í Viðvíkurhreppi, Bessa Gíslasonar, að Jón á Bakka væri búinn að byggja hálfa óðalsjörð sína álitlegum manni. Þótti ritara miður að hann skyldi minnka þannig ríki sitt, en skildi þó ástæður Jóns, jafn gamals manns, að hann kysi að hafa minna um- leikis en er hann stóð í blóma lífsins. Nú stóðu sýslunefndarmanns- kosningar fyrir dyrum og áleit ritari að skeð gæti, að útkoman yrði lík og hjá Churchill, að hann mundi bíða lægra hlut, og var mjög uggandi um afturkomu hans í sýslunefndina. Vísur þessar orti hann til Jóns af þessu tilefni: Byggt hefur Jón minn Bakkus af Bakkanum sínum góða, fyrr sem honum gnægtir gaf gulls — og ástir fljóða. Aldrei þjáði þenna mann þras né valdasýki. Fornri risnu heldur hann þótt hliðri af sínu ríki. Veifaði forðum víga-nað, væddur dáð og snilli. En alltaf mjókkar bæsings blað bakka og eggjar milli. Uggvænlegt er út við sjó — ernir í björgum hlakka. Úr kosninganna djúpi dró dimman hríðarbakka.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.