Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 45

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 45
GLÓÐAFEYKIR 45 En yfir því skal andinn hlakka, að aldrei munt þú, Jón á Bakka, um ævina rýra ríki þitt. Fyrr munt þú í frægðarmóði falla, líkt og Hákon góði, er hann varði veldi sitt. Eru ei dýrleg eftirmæli: aldrei hafa neitt á hæli hopað lífs í hörðum leik? Skipa sess með sæmdarmönnum. Sagt mun verða af þínum grönnum: „Aldrei móðurmold hann sveik“. Jón varð léttbrýnn við bragarbótina og blönduðu þeir félagar nú geði saman. Settist Jón við yrkingar og orti eftirfarandi drápu til ritara: Góð er hjá þér bragarbótin, þótt bölvuð væri undirrótin af því Bessi að þér laug. Þú varst fljótur þetta laga, það er líka allra saga, að alltaf sterk sé í þér taug. Bessi þarna brá þér slyngur, barna var það ekkert glingur, enda féllstu flatur þá. Fljótur varstu á fætur rísa. Fríður hópur kvæðadísa tungu þinnar tyrfing brá. Bæsings fagurt blaðið syngur, í bragastríði ávallt slyngur, kyndir hugans kyngiglóð. En aldrei heim að bænum Bakka borið hafa drenginn rakka fætur, hér um freraslóð.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.