Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 50

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 50
50 GLOÐAFEYKIR félagsmannsins. Hinn mannlegi þáttur í starfinu má aldrei gleymast. Einstaklingarnir eru margir hverjir ekki heldur nógu trúir félags- skapnum, ekki nógu hreinskilnir gagnvart félagi sínu. Það ætti öll- um að vera ljóst, að samvinnuhreyfingin hefur lyft Grettistökum og komið á margvíslegum umbótum, einkurn á sviði viðskiptamála. Þó eru verkefnin enn óþrjótandi." „Grundvallarhugsun samvinnustefnunnar er að styðja þann, sem verr stendur að vígi. Hún á að minnka aðstöðumuninn, auka jöfn- uðinn. . .“ Karl Kristjánsson: „Ef samvinnufélög og sveitarfélög vinna ekki saman, þá er annar- legurn og óeðlilegum ástæðum um að kenna — og kröftum sóað.“ o o o o Þórarinn Arnason: „Ég er í eðli mínu ekkert taugaveiklaður — fæ ekki einu sinni 77 o o timburmenn — en þegar ég heyii í tíma og ótíma ýmislegt af því erlenda spangóli og innlendu skrækjum, sem á að heita nútímatón- list, þá fæ ég bæði timburmenn og höfðuverk og tannpínu og gæsa- húð að auki.“ „Lífið er dásamlegt ef menn lifa því þannig, að geta alltaf skapað sér sólskinsstundir, jafnvel þótt ekki sjái til sólar.“ „Það byrja rnargir að deyja um leið og þeir hætta að vinna.“ Hannes í Hœkingsdal: „Einstaklingurinn er ekki neitt, fyrr en hann fer að vinna með öðrum og fyrir aðra.“ Þorbjörg Hannibalsdóttir: „ . . . Það sem unnið er af heilum hug og heitu hjarta verður alltaf einhverjum til gæfu og blessunar. En ekki sízt starfsmannin- um sjálfum. Það er í raun og veru hamingjan á vegi manns. Hitt allt, óskirnar, draumarnir, hrynur fyrr en varir og verður ekki ann- að en hjóm og hégómi. Það máttu segja sem speki níræðrar konu.“ Jóh. Gnnnar Ólafsson: „Menntun kemur ekki með skólagöngu, þar eru mönnum aðeins lögð tækin í hendur til að afla sér menntunar og menningar,“

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.