Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 51

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 51
GLOÐAFEYKIR 51 Fallnir félagar Stefán Ólafur Sigiirfinnsson, bóndi á Innstalandi á Reykjaströnd, lézt þ. 7. dag janúarmánaðar 1967 með sviplegum hætti. Hann var fæddur að Meyjarlandi á Reykjaströnd 7. ágúst 1897 og átti heima þar og á næsta bæ, Innstalandi, alla ævi. Var faðir hans Sigurfinnur, bóndi á Meyjarlandi Bjarnason, síðast bónda á Daðastöðum á Reykjaströnd, Þorfinnssonar bónda á Hryggjum í Staðarfjöllum, Jóns- sonar. Móðir Stefáns og kona Sigurfinns var Jóhanna Sigurðardóttir bónda á Kjartans- stöðum á Langholti, Jónassonar bónda á Hamri í Hegranesi, Sigurðssonar, og konu hans Elísabetar Aradóttur bónda á Ingveld- arstöðum ytri á Reykjaströnd. Stefán óx upp í föðurgarði til fullorðins- ára. Hafði bú á Innstalandi 1922—1934, en bólfestu á Meyjarlandi. Tók við búi þar 1934 og bjó þar lengstum síðan ásamt bræðrum sínum tveim, svo 02; einnis; á Innstalandi frá 1939 óslitið til æviloka. Hann var ókvæntur og barnlaus, en bjó með móður sinni fyrst og síðan systrum um árabil. Hann var hygginn og traustur bóndi, hafði löngum allstórt fjárbú og bjó við góð efni. Stefán var tæplega meðalmaður á vöxt, þéttur á velli, hýreygur að jafnaði og brosmildur, en þó svipbrigðamaður nokkur, dulur og innhverfur og eigi við allra skap. Hann var ágætlega greindur en sérstæður um margt, hirti lítt um að fara troðnar slóðir, málafylgju- maður og lögvís, þrályndur nokkur, sannfæringarheill og hélt fast á því máli, er hann taldi rétt vera, og gilti þá einu við hvern var að eiga; átti það og til að beita meinlegri hæðni. Hann átti sér andstæð- inga og einlæga vini. Hann var viðkvæmur í lund og auðsærður, en trygglyndur, vinfastur og frábærlega hjálpsamur þar sem hann taldi þörf á vera, mikill drengskaparmaður. Stefán var trúhneigður mað- ur, haukur í horni öllum smælingjum, sérlega barngóður og hafði

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.