Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 54

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 54
54 GLÓÐAFEYKIR ar, og konu hans Soffíu Ólafsdóttur. Vár Þóra alsystir Sigfúsar vél- smiðs á Sauðárkróki, sjá þátt af honum í 6. h. Glóðaf. 1967, bls. 42. Þóra ólst upp með foreldrum sínum, fluttist með þeim á fyrsta ári að Eggjarseli á Borgareyju, þaðan 1905 að Brandsstöðum í Blöndudal og síðan að Torfustöðum. Voru þau 7 alsystkini, börn þeirra hjóna, komust öll upp og gátu sér hið bezta orð fyrir atgerfi og dugnað. Þóra var tvígift. Árið 1928 gekk hún að eiga Ólaf Skúlason bónda á Ytravatni á Efri- byggð, Jónssonar bónda í Brekkukoti í sörnu sveit Ólafssonar, og konu hans Guð- rúnar Tómasdóttur bónda á Tunguhálsi, Tómassonar, en kona Tómasar yngra -var Inga Jónsdóttir bónda á Hafgrímsstöðum o. v., Þorlákssonar. Bjuggu þau Þóra og Ól- afur nokkur ár á Torfustöðum, og þar lézt Ólafur, tæpl. fertugur að aldri (f. 1893) árið 1932. Börn þeirra eru þrjú: Eggert, múrari í Varmahlíð, ókv., Ólafur, múrari, í Stórugröf, ókv. og Valgerður, húsfr. í Reyk]avík. Seinni maður Þóm var Helgi Sigurðsson bónda í Torfgarði á Langholti, Helgasonar bónda á Skörðuaili syðra, Jóns- sonar bónda á Hryggjum, Jónssonar, og konu hans Helgu Magnús- dóttur (hálfsystur Tobíasar Magnússonar í Geldingaholti, samfeðra) bónda á Nautabúi á Neðribyggð, Pálssonar, en móðir Helgu var Margrét Sigfúsdóttir. Þau Helgi giftust árið 1939, reistu það hið sama ár bú á Víðimýri og bjuggu þar til 1941. bá á Reykiarhóli til 1943, á Kárastöðum í Hegranesi 1943—1944, þá í Geitagerði til 1957, er þau keyptu Stórugröf syðri, fóru þangað búnaði sínum og bjuggu þar síðan. Börn þeirra eru tvö: Sigfús, bóndi í Stórugröf syðri og Sigurbjörg, hjúkrunarkona í Reykjavík. Þóra Jóhannsdóttir var í meðallagi á vöxt, fríðleikskona. glaðleg og hlý í viðmóti, myndarleg húsmóðir á alla grein, gestrisin og nota- leg. Hún var vel greind sem þau systkini öll, dugleg og hagvirk. Að ýmsu vann hún utan heimilis, m. a. í Kvenfélagi Staðarhreops, og þótti hvarvetna hlutgeng í bezta lagi. „Hún var afbragðsvel látin af öllum, sem þekktu hana, enda mesta sæmdarkona". (H. B.). Óskar Þorsteinsson, f. bóndi í Kjartansstaðakoti á Langholti. lézt þ. 20. febrúar 1967. Hann var fæddur að Grund í Svarfaðardal (Þorvaldsdal) 6. des. Þóra Jóhannsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.