Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 55

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 55
GLÓÐAFEYKIR 55 1873. Foreldrar: Þorsteinn bóndi á Grund Þorláksson, bónda í Mið- vík í Grýtubakkahr., Jónssonar bónda á Tindriðastöðum í Fjörð- um, Nikulássonar, og kona hans Helga Árnadóttir bónda á Dálks- stöðum efri á Svalbarðsströnd, Árnasonar bónda þar, Halldórssonar bónda á Veiga- stöðum, Jónssonar, en móðir Helgu Arnad. var Helga Kristjánsdóttir í Uppibæ í Flat- eyjarhr., Bárðarsonar. Var Óskar albróðir Petreu, konu sr, Sigfúsar í Hvammi og síð- ar á Mælifelli. Óskar missti föður sinn er hann var enn á barnsaldri. Um fermingaraldur fór hann að Ósi í Hörgárdal til Guttorms bónda þar, Einarssonar í Nesi Ásmundssonar. Þar, á því mikla myndarheimili og menningar, var hann 4 ár. Taldi hann sig jafnan hafa mikið grætt á dvöl sinni á Ósi einmitt á því skeiði, er skaphöfn hvers manns og geðfar allt mótast hvað mest; minntist hann og húsbænda sinna þar æ síðan með hlýhus: 02: einlægri virðinaru. Tæplega tvítugur hverfur Óskar vestur hingað til Skagafjarðar og gerist vistráðinn hjá systur sinni og mági, prestshjónunum í Hvammi í Laxárdal. Þar kynntist hann konuefni sínu, Sigríði Hall- grímsdóttur Hallgrímssonar, eyfirzkrar ættar, og konu hans Helgu Jónsdóttur á Tindum á Ásunr, frábærri konu að gervileik og mann- kostum. Giftust þau árið 1897, reistu bú á Herjólfsstöðum á Laxár- dal 1899, en höfðu árið áður haft lítinn hluta af Hvammi til ábúðar, fóru síðan byggðum að Hamarsgerði á Fremribyggð, er þá var eign Mælifellskirkju, en sr. Sigfús hafði fengið Mælifell aldamótaárið. I Hamarsgerði bjuggu þau til 1919, þá í Kjartansstaðakoti til 1944, brugðu þá búi og fluttu til dóttur sinnar, er þá bjó ekkja á Ög- mundarstöðum; þar voru þau 4 ár, en hurfu þá aftur að Kjartans- staðakoti til sona sinna tveggja, er bjuggu þar og á Kjartansstöðum, og voru með þeim til æviloka. Sigríður lézt árið 1953. Af 12 börnum þeirra hjóna komust 11 á þroskaaldur: Laufey, húsfr., látin, Helga, húsfr. á Ögmundarst., Steingrimur, f. bóndi á Páfastöðum, nú til heimilis á Sökku í Svarfaðardal, Petrea, húsfr. á Hóli í Sæmundarhlíð, Sigurður, bóndi í Krossanesi í Hólmi, Ingi- björg, látin, Margrét, látin, Vilhjálmur, bóndi í Reiðholti, nýbýli hjá Mælifelli, Skafti, mjólkurfræðingur og bóndi á Kjartansstöðum, Ármann, bóndi í Kjartansstaðakoti, Guttormur, gjaldkeri hjá Kaup-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.