Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 56

Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 56
56 GLÖÐAFEYKIR félagi Skagf. á Sauðárkr. Uppeldissonur þeirra er Ragnar Örn, smið- ur í Reykjavík. Fátæk voru þau hjón lengstum ævinnar, enda ómegð mikil og ábýlisjarðir þeirra eigi mikilla kosta. En þau voru óvenjulega sam- hent og bæði gædd frábæru þreki og elju, senr entist þeim til að koma upp hinum stóra og myndarlega barnahópi með þeirn hætti, að til fyrirmyndar mátti telja. Óskar var mikill þrifnaðarbóndi, verkhygginn og vandvirkur, reglusamur og snyrtimennska var hon- um eðlisgróin. Hann fór manna bezt með allar skepnur og hafði af þeim óskorað yndi og arð. Óskar Þorsteinsson var meðalmaður á velli, frekar grannvaxinn og grannholda, vel farinn á allan hátt. Hann var greindur maður og margfróður, fastlyndur og fáskiptin, hlédrægur og eigi hlutsamur um annarra ha°i. Hann var drengur góður, vinsæll maður og vannn- laus á hverja grein. Sigurður Björnsson, bílstj. á Sauðárkr., lézt þ. 26. febr. 1967. Hann var fæddur að Litlu-Giljá í Þingi 11. jan. 1907, sonur Björns bónda þar Sigurðssonar frá Gröf í Víðidal og konu hans Söru Þor- leifsdóttur. Hann missti föður sinn 1911, fluttist nokkru síðar síðar með rnóður sinni út á Blönduós og dvaldist þar með henni unz þau mæðgin hurfu, árið 1927, norður yfir Vatnsskarð til Guðrúnar, dóttur Söru og eiginmanns hennar, Steingríms Arason- ar, er þá bjuggu á Víðimýri. Tveim árum síðar fluttist svo Sigurður með móður sinni til Sauðárkróks og átti þar heima til loka- dags. Þegar á tvítugsaldri gerðist Sigurður bíl- stjóri að atvinnu, á Blönduósi fyrst og síðan hér í Skagafirði. Tók að sér og hélt uppi um 10 ára skeið, í samvinnu við Harald Júlíusson kaupmann, föst- um ferðum milli Varmahlíðar og Haganesvíkur. Eftir það vann hann með vörubifreið og hélt því áfram allt til síðustu ára, er hann gerðist aðstoðarmaður við afgreiðslu Flugfélags íslands. Árið 1940 kvæntist Sigurður Páln Sveinsdóttur og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, er bæði voru breiðfirzkrar ættar. Var Pála uppeldisdóttir Magnúsar Guðmundssonar, verzlunarm. á Sauðárkr., og konu hans, Margrétar Pétursdóttur. Þau eignuðust tvær dætur: Sigurður Björnsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.