Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 58

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 58
58 GLOÐAFEYKIR andi sólskinssjóð. Hann jós ótæpt úr þeim sjóði og, stráði gleðigeisl- um á veg vina og samferðarmanna. Hann unni Ijóðum og söng, var sjálfur hagmæltur, hafði mikla og góða söngrödd, orðlagður kvæðamaður. Honum fylgdi söngur og gleði, hvar sem hann fór. Hann var frábærlega gestrisinn og bæði þau hjón. Honum var yndi af gestakomu, nautn að blanda geði við aðra. Af fundi hans fóru allir léttari í lund og glaðari í bragði en þeir komu. Eitt sinn var sagt að eigi hefði hann fataskipti og færi út af heimilinu án þess að fá sér um leið „einn gráan“. Ofmælt er það. Hitt er satt, að oftast átti hann tár á glasi. En honum var það meiri nautn að veita vín en drekka sjálfur. Hann var enginn meinlætamaður. Hann vildi lifa lífinu — og gerði það. Pálmi á Reykjavöllum var mikill höfðingi. Hann var ör í geði, hreinlundaður og hlýr, hjálpsamur og greiðvikinn, einstakur skila- maður, sérstæður maður og mörgum eftirminnilegur. Rögnvaldur Jónsson, vegaverkstj., lézt þ. 11. marz 1967. Hann var fæddnr í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð 15. sept. 1884, sonur Jóns bónda þar og síðar á Þorleifsstöðum Jónassonar og konu hans Guðrúnar Þorkelsdóttur ljós- móður. Var hann albróðir Jóhannesar á Þorleifsstöðum, sjá þátt af honum í Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 74. Rögnvaldur ólst upp í föðurgarði við mikið ástríki góðra foreldra og ærsl og leiki margra systkina, sem öll voru yngri en hann. Heimilið var fátækt, en ánægjusamt unt margt. Þar fór saman elja og vinnusemi, höfðingslund og rausn — langt um efni fram. Og börnin, þessi glaði hópur, setii sinn svip á heimilið meir en almennt gerist. Aldamótaárið fluttist Rögnvaldur með foreldrum sínum frá Hjaltastaðahvammi að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og var þar til fullorðinsára. Árið 1909 kvæntist hann Sigríði Árnadóttur bónda á Stóru-Ökrum, Jónssonar bónda í Mið- húsum í Blönduhlíð, Björnssonar, og konu hans Sigríðar Jóhanns- dóttur bónda í Krossanesi í Hólmi, Þorvaldssonar, og Margréiar Oddsdóttur bónda í Litladal í Blönduhlíð, Ormssonar bónda í Krókárgerði í Norðurárdal. Árið 1911 settu þau saman bú að Minni- Ökrum í Blönduhlíð, en bjuggu þar aðeins eitt ár; voru næstu ár í Rögnvaldur Jónsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.