Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 62

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 62
62 GLOÐAFEYKIR Uppsölum í Suðursveit og var þar með henni og móðursystur sinni, er þar bjó ekkja, til 18 ára aldnrs. Eftir það var hún í vistnm þar eystra, í Árnanesi o. v., unz htin fór til Reykjavíkur og var þar eitt ár eða tvö. Þar heitbatzt hún ungum manni og eignaðist með honum stúlkubarn, er dó fárra vikna gamalt. Áður var hún þó farin til Akureyrar, eftir að upp úr slitnaði trú- lofun hennar, og þaðan eftir skamma dvöl að Ytri-Bægisá, til sr. Theódórs Jónssonar og frú jóhönnu Gunnarsdóttur. Þar ól hún barn sitt, og reyndust þau prestshjónin henni frábærlega vel. Á Bægisá var Jóhanna samtíða Haraldi Sigurðssyni og giftist honum. Reistu þau bú á Bessahlöðum í Öxnadal, en fluttust síðan vestur hingað til Skagafjarðar og bjuggu á Tyrfingsstöðum á Kjálka eitt ár, 1911—1912, en fóru þá í húsmennsku að Flatatungu og voru þar 8 eða 9 ár. Víðar voru þau í Akrahreppi, ýmist í vist eða húsmennsku, og eitt ár, 1922—1923, bjó Jóhanna á Fossi hjá Uppsölum, þótt rnaður hennar væri þá í vist annars staðar. Aftur fluttu þau hjón norður í Öxnadal og bjuggu þá í Gloppu, í Engimýri og á Fagi'anesi. Loks fluttu þau til Ak- ureyrar og þar lézt Haraldur árið 1958, hátt á áttræðisaldri. Hann var mikill dugnaðar- og trúleiksmaður, en fátækur jafnan og skorti framtak, áræði og bjartsýni. Börn þeirra hjóna voru 4: Pálmey, húsfr. á Sauðárkr., Tryggvi, sýsluskrifari á Akureyri, Jóhannes, verkam. á Sauðárkr. og Sesselja, húsfr. í Reykjavík, látin. Jóhanna fluttist að lokum til Sauðárkróks og dvaldist með Jóhannesi syni sínurn síðasta áratuginn. Jóhanna Bergsdóttir var væn kona á vöxt og vel á sig komin. Hún var greind kona og bókhneigð, söngelsk og hafði góða söngriidd. Hún var mikilhæf kona, ör í lund, stórbrotin og stórhuga, en við- kvæm að sama skapi, kunni illa kosti umkomuleysis og fátæktar og var eigi geðfellt að vera undir aðra gefin. Hún var hrein og bein og hiklaus í allri framkomu, þrekmikil, forkur dugleg og myndarleg til allra verka. Hún var brjóstgóð og örlát og vildi veita og hjálpa miklu meir en þröngur hagur hrökk til. Jóhanna Bergsdóttir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.