Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 68

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 68
68 GLÓÐAFEYKIR stjórn Ungmennasamb. Skagafj. um hríð. Þá var hann og um árabil deildarstjóri stærstu deildar K.S., Sauðárkróksdeildar. Þótt Guðmundi söfnuðust á hendur margvísleg aukastörf er eigi svo að skilja, að hann sæktist eftir þeim eða seildist til metorða. En hann naut almenns trausts fyrir sakir skyldurækni og starfhæfni. Fyrir því komst hann ekki hjá að vera kallaður til trúnaðarstarfa, vafalaust fleiri, en kosið hefði sjálfur. En hann brast hörku til að synja, þegar sótt var á. Árið 1919 kvæntist Guðmundur Dýrleifu Árnadóttur bónda í Ut- anverðunesi, Magnússonar bónda þar, Árnasonar, og konu hans Önnu Pálsdóttur bónda á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, Pálssonar, en móðir Önnu og kona Páls á Brekkum var Dýrleif Gísladóttir bónda í Flatatungu, Stefánssonar. Börn þeirra hjóna eru 6: Sigur- björg, gift Björgvin Bjarnasyni, sýslum. og bæjarfóg. á Isafirði, Sveinn, deildarstj. hjá K.S., Sauðárkr., kvæntur Ragnhildi Óskars- dóttur, Anna Pála, gift Ragnari Pálssyni, útibússtj. Bún.b. á Sauð- árkr., Árni, skólastjóri íþróttakennarask. á Laugarv., kvæntur Hjör- dísi Þórðardóttur, Hallfríður, gift Agli Einarssyni, bílstj. í Reykja- vík og Stefán, trésmíðam. og bæjarfulltr. á Sauðárkr., kvæntur Hrafnhildi Stefánsdóttur. Dóttur misstu þau unga, Dýrleifu. Guðmundur Sveinsson var tæpur meðalmaður á vöxt, grannur, beinvaxinn, vel limaður og mjúkur í hreyfingum, íþróttamaður á yngri árum. Hann var fríður sýnum, hýr og hlýlegur á svip, hæ- verskur og einstakt prúðmenni; gat þó, ef svo bar undir, verið uppstökkur og orðhvatur út af smámunum, en haggaðist lítt, ef á bjótaði til muna. Hann var hljóðlátur maður, fátalaður löngum og eigi mikill á lofti. Þó var hann gleðimaður að eðli og lék á als oddi í fámennum hópi vina og kunningja. Frá honum lagði notalegan yl, og því gott með honum að vera. Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. húsfr. og kennari, lézt þ. 7, nóv. 1967. Hún var fædd á Lýtingsstöðum í Tungusveit 7. júnf 1886. For- eldrar: Jóhann Lárus bóndi þar, Jónsson bónda á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð, Þorvaldssonar bónda á Stóra-Eyrarlandi f Eyjafirði. Jónssonar, og kona hans Dýrleif Árnadóttir bónda á Úlfsá í Eyja- firði, Einarssonar bónda á Æsustöðum, Árnasonar, og konu hans Guðrúnar Jóhannesdóttur í Torfufelli, Bjarnasonar. Þriggja ára gömul missti Ingibjörg móður sína. Óx upp með föður sínum á Lýtingsstöðum. Var við nám í kvennaskóla og síðar í gagn- fræðaskólanum á Akureyri. Árið 1912 gekk hún að eiga Jóhannes

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.