Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 73

Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 73
GLÓÐAFEYKIR 73 Sviðningi Halliðasonar, Jónssonar, og ráðskonu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur, alsystur Jóns bónda á Stekkjarflötum og Hofi, sjá þátt af honum í Glóðaf. 1970, 11. h. bls. 66. Var Jónína áður gift Sölva Kjartanssyni, bónda á Sviðningi, en hann fórst í snjóflóði 23. des. 1925. Þau Hermann og Jónína bjuggu á Miklahóli til 1966, en brugðu þá búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau eignuðust ekki börn. „Snemma kom fram hjá Hermanni óvenjuleg hagsýnisgáfa og sterk hvöt til smíðanáms, svo að það vakti undrun margra, hve hann á barnsaldri og án smíða- tækja gat gert haglega hluti og lagfært muni, sem slitnað höfðu og aflaga farið. Og þótt hann að loknu smíðanámskeiði stundaði búskap, þá vann hann að smíðum og byggingum jöfnum höndum meðan hon- um entist heilsa. Hann var smíðakennari á Hólum 1934—1946. . . Hann reyndist mörgum hin mesta hjálparhella við viðgerðir og ný- smíði, svo að hann hlaut að láta eigin hag verða afskiptan. Segja mátti að Hermann væri ákallamaður í heimasveit sinni, enda var hann svo hollviljaður, að hann kaus að leysa hvers manns vand- ræði. . . Hermann var fáskiptinn og venjulega fámáll, þó hlýr væri í samstarfi og samskiptum, svo að með honum var jafnan gott að vera. Dagfarsprúður var hann og dagfarsjafn. Ég heyrði hann aldrei leggja nokkrum manni neitt til ámælis, því að hann var ætíð fund- vís á það bezta, sem í hverjum manni bjó. Stilling hans í blíðu og stríðu var sérstæð. Grandvarleiki 02: hófstillins; einkenndi skapaærð- ina...“. (Kolb. Kr.). Hermann á Miklahóli var góður meðalmaður á vöxt og þrekleg- ur; bjartleitur, myndarmaður í sjón. Hann var vinsæll maður af öll- um og átti hvers manns traust. Hinrik Sveinsson, unglingspiltur á Hafragili á Laxárdal ytra, lézt þ. 21. jan. 1968. Hann var fæddur 2. des. 1950. Foreldrar: Sveinn bóndi á Hafra- gili Bjarnason, bónda á Grímsstöðum í Svarárdal fremra, Krist- mundssonar bónda í Melrakkadal í Víðidal vestra, Guðmundsson- ar, og kona hans Helga Hinriksdóttir bónda í Úlfsstaðakoti (nú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.