Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 77

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 77
GLÓÐAFEYKIR 77 góðgirni og hlýju. Hann var drengur góður og vaxandi maður til hinztu stundar. Jóhannes Steingiímsson, f. bóndi og hreppstj. á Silfrastöðum, lézt þ. 10. apríl 1968. Hann var fæddur á Silfrastöðum 14. des. 1883 og átti þar heima alla ævi. Var faðir hans Stengrímur bóndi þar Jónsson, bónda á Merkigili í Austur- dal, Jónssonar bónda þar Höskuldssonar, en kona Jóns á Merkigili og móðir Stein- gTÍms var Guðrún Björnsdóttir frá Hálsi í Eyjafirði. Var Steingrímur á Silfrastöðum víðkunnur maður, m. a. fyrir óvenjuleg hnyttinyrði og mergjuð tilsvör. Kona Stein- gxíms og móðir Jóhannesar var Kristín Arnadóttir bónda og smiðs á Úlfá í Eyja- firði, Einarssonar, og konu hans Guðrúnar Jóhannesdóttur, Einarssonar. Var Kristín annáluð gæðakona og svo talið, að Jóhannes hefði líkst henni mjög um lundarfar og skapgerð. Hún andaðist 1907, en SteingTÍmur lézt 1935, kominn yfir nírætt, og hafði þá verið blindur fjölda ára. Jóhannes vann að búi foreldra sinna til fullorðinsára. Mæddi að sjálfsögðu mest á honum um alla umsýslu eftir að föður hans förlaðist sýn, enda þótt fátt færi fram hjá gamla manninum og hann vildi hvarvetna hafa hönd í bagga. Að fullu tók Jóhannes við bris- forráðum á Silfrastöðum 1915 og bjó þar stórbúi til 1951, er hann seldi jörð og bú í hendur frænda sínum, Jóhannesi L. Jóhannes- syni og konu hans Helgu Kristjánsdóttur. Dvaldist hann eftir það alla stund með þeim hjónum, sem reyndust honum sem eigin börn. Arið 1915 kvæntist Jóhannes Jóhönnu Jóhannsdóttur, alsystur Ingibjargar, sjá þátt um hana hér að framan. Voru þau systkinabörn. Var Jóhanna vel gerð kona og mætavel gefin. En hennar naut eigi lengi. Hún lézt þ. 4. jan. 1927, tæplega fertug að aldri. Þau hjón eignuðust tvær dætur og dóu báðar á barnsaldri. Hefði vísast marg- ur kiknað undir þeirri raun, að vera á skömmum tíma sviptur eig- inkonu og dætrum. En Jóhannes stóð uppréttur, þótt á honum skyllu sárir harmar. Hann var andlegt þrekmenni og einlægur trú- maður, þótt lítt flíkaði tilfinningum sínum á torgum úti. Jóhannes á Silfrastöðum naut eigi skólagöngu. En hann var Jóhannes Steingiímsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.