Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 79

Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 79
GLOÐAFEYKIR 79 skyldan til 1948, er þau hjón fluttu til Reykjavíkur, en Sigrirður var þá fyrir nokkru orðinn fastráðinn verkstjóri við vitabyggingar. Þeg- ar að loknu námi í unglingaskóla á Sauðárkr. fór Halldór að stunda sjóinn, aðeins 16 ára gamall. Þar átti hann heima, enda varð sjó- mennskan hans ævistarf. Hann sótti stýrimannanámskeið á ísafirði veturinn 1941—1942 og lauk prófi þaðan; eftir það var hann löng- um skipstjórnarmaður. Veturinn, sem Halldór var á Isafirði, kynntist hann konuefni síun, Kristjönu Kjartansdóttur frá Flateyri við Önundarfjörð. Gift- ust þau skömmu síðar, fluttu til Keflavíkur og voru þar 2 ár, þá næstu 2 ár á ísafirði. Þaðan lá leiðin til Sauðárkróks, og stóð þar heimili þeirra hjóna meðan bæði lifðu. Halldór missti konu sína árið 1960 og varð naumast samur maður eftir. Einkabarn þeirra hjóna er Margrét Elísabet, húsfr. í Gröf í Miðdölum. Arið 1963 fluttist Halldór til Hofsóss og fór með skipstjórn enn sem fyrr. Síðast vann þar að stofnun útgerðarfélags og undirbúningi að smíði fiskiskips. Halldór Sigurðsson var þéttvaxinn meðalmaður á velli, burða- mikill, bjartur yfirlitum, fríðleiksmaður. Hann var mjög skapríkur, en viðkvæmur, svo sem títt er um örgeðja menn, prúður í dagfari, vinsæll af félögum sínum og starfsbræðrum, drengur góður. ,,Hann var harðduglegur til allra verka og ætlaði sér oft ekki af. Hann vann því oft illa, en vinnan var honum nauðsyn, sem hann hvorki vildi né gat án verið“. Sigurður Stejánsson, bóndi á Brúnastöðum í Tungusveit, lézt þ. 28. apríl 1968. Hann var fæddur á Brenniborg á Neðribyggð 27. nóv. 1906. For- eldrar: Stefán söðlasmiður og bóndi á Brenniborg, Stefánsson, síðast bónda á Skíðastöðum á Neðribyggð, Stefánssonar bónda á Ríp o. v., Gíslasonar hreppstj. í Hofstaðaseli, Arnasonar, og kona hans Mar- grét Sigurðardóttir, alsystir Páls í Keldudal, sjá þátt af honum hér að framan. Er Margrét látin fyrir nokkru, en Stefán lifir enn, þegar þetta er skrifað (1968), 95 ára gamall, fleygur og fær, og dvelst hjá sonarsyni sínum á Brúnastöðum og konu hans. Sigurður óx upp með foreldrum sínum á Brenniborg og átti þar heiam fram um þrítugsaldur. Arið 1935 gekk hann að eiga Sigur- laugu Guðmundsdóttur Kaldbak, bónda í Steinholti hjá Vík, Gísla- sonar bónda í Geitagerði, Arnasonar bónda á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd (drukknaði 1845), Jónssonar, og konu hans Sigríðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.